Afvegaleiddur aðstoðarritstjóri Páll Magnússon skrifar 28. mars 2005 00:01 Sem betur fer eru margir metnaðarfyllri og aðgangsharðari blaðamenn á Fréttablaðinu en Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri, virðist vera. Annars væri illa fyrir því komið. Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Eftir að hafa tekið uppspuna Einars S. Einarssonar, um gang mála við komu Bobbys Fischers til landsins, góðan og gildan - þrátt fyrir að hann hafi verið marghrakinn af öllum sem til þekktu - heldur Jón Kaldal því fram án rökstuðnings, að tiltekinn fréttamaður Stöðvar 2 hafi logið að áhorfendum. Nú ég veit með fullri vissu að það gerði fréttamaðurinn auðvitað ekki. Eftir stendur þessi ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðing Jóns Kaldals, sem sjálf þverbrýtur einmitt þá 1.grein siðareglna Blaðamannafélagsins, sem vitnað er til í leiðaranum. Tvennt í viðbót: Jón Kaldal telur það hafa verið mikinn ljóð á ráði undirritaðs þetta kvöld , að "Hann stígur inn í atburði .....í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir". Má það ekki? Mátti t.d. Árni Snævarr ekki "stíga inn í" og trufla einhverskonar móttökuathöfn fyrir kínverskan ráðamann hér um árið og spyrja hann um mannréttindamál í Kína? Jú, hann bæði mátti og átti að gera það. Fréttamenn bæði mega og eiga nefnilega að "stíga inn í atburði" ef svo ber undir, þótt ég hafi reyndar ekki gert það á flugvellinum eins og Jón Kaldal heldur fram. Og til allrar hamingju hafa blaðamenn Fréttablaðsins margoft haft í sér döngun til að "stíga inn í atburði", þótt aðstoðarritstjórinn hafi hana ekki. Og svo segist Jón Kaldal "...nánast orðlaus" yfir þeim gjörningi "...að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til að skapa sér forskot á frétt...". Ég spyr enn: má það ekki? Ef Fréttablaðinu hefði t.d. boðist sæti fyrir ljósmyndara í flugvélinni sem flutti Fischer til landsins - og þannig fengið forskot á önnur blöð - hefði þá Jón Kaldal hafnað því? Allir alvöru fréttamiðlar hefðu auðvitað nýtt sér slíkan möguleika, og t.d. spurðist ágætur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fyrir um það hvort hann gæti fengið sæti í vélinni. Eða á að skilja orð Jóns Kaldals sem svo, að Stöð 2 mátti ekki þiggja farið með vélinni af því að það var einmitt Baugur sem kostaði hana? Hefðum við mátt það ef t.d. KB-banki eða Landsbankinn hefðu kostað hana? Þá verð ég að upplýsa aðstoðarritstjórann um það grundvallaratriði, að eignarhald Baugs á Stöð 2 hefur engin áhrif á umgengni eða umfjöllun fréttastofunnar um það fyrirtæki. Það sem er í lagi gagnvart t.d. Landsbankanum er í lagi gagnvart Baugi - og öfugt. En úr því að Jón Kaldal er svona beyglaður af þessu eignarhaldi verður hann að upplýsa lesendur Fréttablaðsins um hvaða áhrif það hefur á umgengni og umfjöllun blaðsins um Baug. Er hún meiri eða minni? Jákvæðari eða neikvæðari? Satt best að segja finnst mér að Jón Kaldal ætti af umhyggju fyrir sjálfsmynd sinni sem blaðamaður að reyna að gleyma því sem fyrst að hafa skrifað þennan leiðara. Svo ætti Jón að sjá sóma sinn í því að biðja fyrrnefndan fréttamann afsökunar á að hafa vænt hann um lygi. Ég reikna hins vegar ekki með því að Jón Kaldal geri það - og hafi hann þá skömm fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sem betur fer eru margir metnaðarfyllri og aðgangsharðari blaðamenn á Fréttablaðinu en Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri, virðist vera. Annars væri illa fyrir því komið. Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Eftir að hafa tekið uppspuna Einars S. Einarssonar, um gang mála við komu Bobbys Fischers til landsins, góðan og gildan - þrátt fyrir að hann hafi verið marghrakinn af öllum sem til þekktu - heldur Jón Kaldal því fram án rökstuðnings, að tiltekinn fréttamaður Stöðvar 2 hafi logið að áhorfendum. Nú ég veit með fullri vissu að það gerði fréttamaðurinn auðvitað ekki. Eftir stendur þessi ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðing Jóns Kaldals, sem sjálf þverbrýtur einmitt þá 1.grein siðareglna Blaðamannafélagsins, sem vitnað er til í leiðaranum. Tvennt í viðbót: Jón Kaldal telur það hafa verið mikinn ljóð á ráði undirritaðs þetta kvöld , að "Hann stígur inn í atburði .....í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir". Má það ekki? Mátti t.d. Árni Snævarr ekki "stíga inn í" og trufla einhverskonar móttökuathöfn fyrir kínverskan ráðamann hér um árið og spyrja hann um mannréttindamál í Kína? Jú, hann bæði mátti og átti að gera það. Fréttamenn bæði mega og eiga nefnilega að "stíga inn í atburði" ef svo ber undir, þótt ég hafi reyndar ekki gert það á flugvellinum eins og Jón Kaldal heldur fram. Og til allrar hamingju hafa blaðamenn Fréttablaðsins margoft haft í sér döngun til að "stíga inn í atburði", þótt aðstoðarritstjórinn hafi hana ekki. Og svo segist Jón Kaldal "...nánast orðlaus" yfir þeim gjörningi "...að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til að skapa sér forskot á frétt...". Ég spyr enn: má það ekki? Ef Fréttablaðinu hefði t.d. boðist sæti fyrir ljósmyndara í flugvélinni sem flutti Fischer til landsins - og þannig fengið forskot á önnur blöð - hefði þá Jón Kaldal hafnað því? Allir alvöru fréttamiðlar hefðu auðvitað nýtt sér slíkan möguleika, og t.d. spurðist ágætur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fyrir um það hvort hann gæti fengið sæti í vélinni. Eða á að skilja orð Jóns Kaldals sem svo, að Stöð 2 mátti ekki þiggja farið með vélinni af því að það var einmitt Baugur sem kostaði hana? Hefðum við mátt það ef t.d. KB-banki eða Landsbankinn hefðu kostað hana? Þá verð ég að upplýsa aðstoðarritstjórann um það grundvallaratriði, að eignarhald Baugs á Stöð 2 hefur engin áhrif á umgengni eða umfjöllun fréttastofunnar um það fyrirtæki. Það sem er í lagi gagnvart t.d. Landsbankanum er í lagi gagnvart Baugi - og öfugt. En úr því að Jón Kaldal er svona beyglaður af þessu eignarhaldi verður hann að upplýsa lesendur Fréttablaðsins um hvaða áhrif það hefur á umgengni og umfjöllun blaðsins um Baug. Er hún meiri eða minni? Jákvæðari eða neikvæðari? Satt best að segja finnst mér að Jón Kaldal ætti af umhyggju fyrir sjálfsmynd sinni sem blaðamaður að reyna að gleyma því sem fyrst að hafa skrifað þennan leiðara. Svo ætti Jón að sjá sóma sinn í því að biðja fyrrnefndan fréttamann afsökunar á að hafa vænt hann um lygi. Ég reikna hins vegar ekki með því að Jón Kaldal geri það - og hafi hann þá skömm fyrir.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun