Einar og Birkir sáu um Pólverja 25. mars 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik lék á alls oddi í sínum fyrsta heimaleik undir stjórn Viggós Sigurðssonar þegar það mætti Pólverjum í vináttulandsleik í gær. Fyrstu mínútur leiksins lofuðu ekkert sérstaklega góðu en svo datt íslenska liðið í gírinn svo um munaði. Það skildi Pólverja fljótlega eftir í rykinu og leit aldrei til baka. Íslenska liðið leiddi í hálfleik með sex mörkum, 20-14, og pólska liðið komst aldrei nálægt því íslenska í síðari hálfleik. Sigurinn var mun öruggari en búast mátti við í fyrstu en Pólverjar munu eflaust bíta betur frá sér í dag. Liðsheild íslenska liðsins var frábær en tveir menn stóðu engu að síður upp úr. Þeir heita Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson. Einar skoraði 12 stórkostleg mörk úr 16 skottilraunum og Birkir Ívar varði hátt í 30 skot og mörg hver úr dauðafærum. Margir biðu spenntir eftir að sjá Jaliesky Garcia Padron en hann snéri aftur eftir hasarinn fyrir HM og hann sýndi að liðið getur vel notað hann í vörninni þótt skotnýtingin sé sjaldnast góð en hann klúðraði fjórum fyrstu skotum sínum að þessu sinni. Hinn umdeildi framliggjandi varnarleikur liðsins lofaði ekki góðu framan af en hann small saman fljótlega í fyrri hálfleik og varnarleikurinn sem liðið spilaði í þessum leik var sá besti undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Mótherjinn skoraði engu að síður yfir 30 mörk en það breytti engu að þessu sinni. Það var boðið upp á flugeldasýningu í sókninni þar sem Einar Hólmgeirsson skaut upp tívolíbombunum en hann sá til þess að enginn saknaði Ólafs Stefánssonar í gær. "Ég vil nú ekki meina að ég sé í neitt sérstöku formi enda er ég alveg búinn á því," sagði Einar hógvær í leikslok. "Ég hef lítið æft síðustu vikur vegna meiðsla og það er flott að koma heim og spila sig í form. Ég sætti mig alveg við þessi tólf mörk í dag," sagði Einar og hló. Það var einnig gaman að fylgjast með Snorra Steini Guðjónssyni í leiknum en hann minnti rækilega á sig eftir að hafa komið inn úr kuldanum og Alexander Peterson var einnig drjúgur. Íslenski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik lék á alls oddi í sínum fyrsta heimaleik undir stjórn Viggós Sigurðssonar þegar það mætti Pólverjum í vináttulandsleik í gær. Fyrstu mínútur leiksins lofuðu ekkert sérstaklega góðu en svo datt íslenska liðið í gírinn svo um munaði. Það skildi Pólverja fljótlega eftir í rykinu og leit aldrei til baka. Íslenska liðið leiddi í hálfleik með sex mörkum, 20-14, og pólska liðið komst aldrei nálægt því íslenska í síðari hálfleik. Sigurinn var mun öruggari en búast mátti við í fyrstu en Pólverjar munu eflaust bíta betur frá sér í dag. Liðsheild íslenska liðsins var frábær en tveir menn stóðu engu að síður upp úr. Þeir heita Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson. Einar skoraði 12 stórkostleg mörk úr 16 skottilraunum og Birkir Ívar varði hátt í 30 skot og mörg hver úr dauðafærum. Margir biðu spenntir eftir að sjá Jaliesky Garcia Padron en hann snéri aftur eftir hasarinn fyrir HM og hann sýndi að liðið getur vel notað hann í vörninni þótt skotnýtingin sé sjaldnast góð en hann klúðraði fjórum fyrstu skotum sínum að þessu sinni. Hinn umdeildi framliggjandi varnarleikur liðsins lofaði ekki góðu framan af en hann small saman fljótlega í fyrri hálfleik og varnarleikurinn sem liðið spilaði í þessum leik var sá besti undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Mótherjinn skoraði engu að síður yfir 30 mörk en það breytti engu að þessu sinni. Það var boðið upp á flugeldasýningu í sókninni þar sem Einar Hólmgeirsson skaut upp tívolíbombunum en hann sá til þess að enginn saknaði Ólafs Stefánssonar í gær. "Ég vil nú ekki meina að ég sé í neitt sérstöku formi enda er ég alveg búinn á því," sagði Einar hógvær í leikslok. "Ég hef lítið æft síðustu vikur vegna meiðsla og það er flott að koma heim og spila sig í form. Ég sætti mig alveg við þessi tólf mörk í dag," sagði Einar og hló. Það var einnig gaman að fylgjast með Snorra Steini Guðjónssyni í leiknum en hann minnti rækilega á sig eftir að hafa komið inn úr kuldanum og Alexander Peterson var einnig drjúgur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira