Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót 18. mars 2005 00:01 "Sex heimsþekkt álfyrirtæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Íslandi. Það er öllum ljóst að þau komast ekki öll að. Sennilega er svigrúm til að reisa hér eitt álver til viðbótar eða stækka önnur sem því nemur," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Iðnþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu eru þetta Alcan og Alcoa sem þegar eru með starfsemi hér á landi, Century frá Bandaríkjunum, BHP Billiton og Rio Tinto Aluminium frá Ástralíu og Rusal frá Rússlandi. Valgerður sagði í samtali við Fréttablaðið að enn fleiri fyrirtæki hefðu aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Ráðherrann sagði að umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefði skilað sér á undraverðan hátt. Nú væri talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu meðal álframleiðenda. Væri þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi væri góð fyrir þess háttar framleiðslu. Valgerður sagði að í lok þessa áratugar, þegar byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls yrði lokið, myndi álframleiðsla vera þrefalt meiri en nú er, eða 760 þúsund tonn á ári. Á iðnþingi í gær var ennfremur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Hátt gengi krónunnar, óhóflegur vaxtamunur, sífelld útþensla í ríkisrekstrinum og mjög hátt raungengi um þessar mundir valda því að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki leggja upp laupana eða fara úr landi í stórum stíl." Í ályktuninni segir að nágrannaþjóðir okkar búi í haginn fyrir atvinnulíf sitt með stöðugum gjaldmiðli og aukinni áherslu á hátækniiðnað, menntun og rannsóknir. Haldbesta leiðin til að auka hér kaupmátt og velmegun í framtíðinni sé að feta sömu slóð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
"Sex heimsþekkt álfyrirtæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Íslandi. Það er öllum ljóst að þau komast ekki öll að. Sennilega er svigrúm til að reisa hér eitt álver til viðbótar eða stækka önnur sem því nemur," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Iðnþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu eru þetta Alcan og Alcoa sem þegar eru með starfsemi hér á landi, Century frá Bandaríkjunum, BHP Billiton og Rio Tinto Aluminium frá Ástralíu og Rusal frá Rússlandi. Valgerður sagði í samtali við Fréttablaðið að enn fleiri fyrirtæki hefðu aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Ráðherrann sagði að umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefði skilað sér á undraverðan hátt. Nú væri talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu meðal álframleiðenda. Væri þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi væri góð fyrir þess háttar framleiðslu. Valgerður sagði að í lok þessa áratugar, þegar byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls yrði lokið, myndi álframleiðsla vera þrefalt meiri en nú er, eða 760 þúsund tonn á ári. Á iðnþingi í gær var ennfremur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Hátt gengi krónunnar, óhóflegur vaxtamunur, sífelld útþensla í ríkisrekstrinum og mjög hátt raungengi um þessar mundir valda því að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki leggja upp laupana eða fara úr landi í stórum stíl." Í ályktuninni segir að nágrannaþjóðir okkar búi í haginn fyrir atvinnulíf sitt með stöðugum gjaldmiðli og aukinni áherslu á hátækniiðnað, menntun og rannsóknir. Haldbesta leiðin til að auka hér kaupmátt og velmegun í framtíðinni sé að feta sömu slóð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira