Brösug stjórnarmyndun í Írak 16. mars 2005 00:01 Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Í dag lauk þinghaldi á írakska þinginu þar sem ganga átti frá myndun ríkisstjórnar. Það tókst hins vegar ekki. Kúrdar og sjítar hafa skipt embættum forseta og forsætisráðherra á milli sín en deilt er um allt annað: embætti, yfirráð á ákveðnum svæðum og framtíð ýmissra vopnaðra sveita. Fulltrúar ólíkra hópa vonast þó til þess að geta náð samkomulagi hið fyrsta. Á sama tíma kvarnast úr fjölþjóðahernum í Írak. Sveitir Hollendinga og Úkraínumanna fara í þessari viku og í gærkvöldi tilkynnti Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í sjónvarpsþætti óvænt um brotthvarf ríflega þrjú þúsund ítalskra hermanna, sama dag og ítalska þingið samþykkti að fjármagna áframhaldandi úthald hermanna þar. Berlusconi kvaðst ekki getað staðist almennan þrýsting og óánægju með stríðið, en kosið verður til þings á Ítalíu í vor. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þar voru ekki alls kostar sáttir við framsetningu forsætisráðherrans. Einn þeirra, Giovanna Melandri, sagði þetta algjörlega óviðunandi því sama dag hafi verið umræða í þinginu um endurfjármögnun sveitanna. Almenningur á Ítalíu er þó væntanlega sáttur, enda hefur þess verið krafist í fjölmennum mótmælagöngum undanfarinn hálfan mánuð að Ítalía hætti öllum afskiptum af Írak. Óánægjan jókst mjög í kjölfar þess að ítalskur leyniþjónustumaður var skotinn til bana. Bandarískir hermenn skutu hann skömmu eftir að hann náði að frelsa umdeilda, ítalska blaðakonu og kringumstæðurnar eru á reiki. Talsmenn Hvíta hússins eru þó ekki á því að neitt samhengi sé þarna á milli og þverneita því í sífellu. Það lendir svo líkast til á breskum sveitum að fylla í skarðið sem myndast við brotthvarf Ítala í september, sem og Hollendinga og Úkraínumanna í þessari viku. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Í dag lauk þinghaldi á írakska þinginu þar sem ganga átti frá myndun ríkisstjórnar. Það tókst hins vegar ekki. Kúrdar og sjítar hafa skipt embættum forseta og forsætisráðherra á milli sín en deilt er um allt annað: embætti, yfirráð á ákveðnum svæðum og framtíð ýmissra vopnaðra sveita. Fulltrúar ólíkra hópa vonast þó til þess að geta náð samkomulagi hið fyrsta. Á sama tíma kvarnast úr fjölþjóðahernum í Írak. Sveitir Hollendinga og Úkraínumanna fara í þessari viku og í gærkvöldi tilkynnti Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í sjónvarpsþætti óvænt um brotthvarf ríflega þrjú þúsund ítalskra hermanna, sama dag og ítalska þingið samþykkti að fjármagna áframhaldandi úthald hermanna þar. Berlusconi kvaðst ekki getað staðist almennan þrýsting og óánægju með stríðið, en kosið verður til þings á Ítalíu í vor. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þar voru ekki alls kostar sáttir við framsetningu forsætisráðherrans. Einn þeirra, Giovanna Melandri, sagði þetta algjörlega óviðunandi því sama dag hafi verið umræða í þinginu um endurfjármögnun sveitanna. Almenningur á Ítalíu er þó væntanlega sáttur, enda hefur þess verið krafist í fjölmennum mótmælagöngum undanfarinn hálfan mánuð að Ítalía hætti öllum afskiptum af Írak. Óánægjan jókst mjög í kjölfar þess að ítalskur leyniþjónustumaður var skotinn til bana. Bandarískir hermenn skutu hann skömmu eftir að hann náði að frelsa umdeilda, ítalska blaðakonu og kringumstæðurnar eru á reiki. Talsmenn Hvíta hússins eru þó ekki á því að neitt samhengi sé þarna á milli og þverneita því í sífellu. Það lendir svo líkast til á breskum sveitum að fylla í skarðið sem myndast við brotthvarf Ítala í september, sem og Hollendinga og Úkraínumanna í þessari viku.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira