Viðskipti erlent

OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu

OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu til að slá á síhækkandi olíuverð en aukningin hefur engin áhrif á olíumarkaði enn sem komið er. Dollarinn fellur enn fyrir vikið. Olíumálaráðherra OPEC tilkynntu í morgun að dælt yrði upp meiri olíu. Aukningin nemur tveimur prósentum, eða hálfri milljón fata á dag, en olíuverð nálgast nú óðfluga 55 dollara fyrir fatið á ný. Til greina kemur að auka framleiðsluna meira haldist verðið áfram svo hátt. Talsmenn OPEC segjast telja eðlilegt olíuverð vera á milli 40 og 50 dollarar á fatið og að stefnt sé að því að ná fram því verði. Olíuverð á Evrópumarkaði er engu að síður svipað og í gær og aðeins um tvo dollara frá sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi, því að OPEC-ríkin séu ekki fær um að framleiða mikið meiri olíu en nú er.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×