Auðun hafði engin mannaforráð 15. mars 2005 00:01 "Auðun Georg hefur meiri reynslu almennt séð í rekstrarmálum heldur en nokkur annar af umsækjendum," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Kastljóssviðtali í fyrrakvöld. Heimildir Fréttablaðsins innan Marel segja að starf Auðuns Georgs fyrir Marel í Asíu var í því fólgið að samræma starfsemi umboðsfyrirtækja Marel í Suðaustur-Asíu. Eina söluskrifstofa Marel í Suðaustur-Asíu er í Taílandi en annars hefur fyrirtækið umboðsfyrirtæki á sínum vegum á svæðinu. Auðun Georg hafði umsjón með sölustarfi umboðsfyrirtækjanna og var staðsettur hér á Íslandi. Hann fór ekki með nein bein mannaforráð heldur hafði samskipti við umboðsmenn og sjálfstæð fyrirtæki. Auðun Georg fór ekki með rekstur fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu, þótt hann hafi haft milligöngu um samningagerð. Meirihluti útvarpsráðs lagði mikið upp úr því að fréttastjóri Ríkisútvarpsins hefði reynslu af rekstri, samkvæmt því sem fram kom í máli Markúsar Arnar. "Auðun Georg hefur verið forstöðumaður eins framsæknasta fyrirtækis á Íslandi sem hefur verið að sækja fram á erlendum mörkuðum og alþjóðasviðinu. Hann hefur verið starfandi sem markaðsstjóri fyrir Marel í fjarlægari Austurlöndum og ég tel það nú að það sé viðbót í þekkingarbrunninn hérna inni í Ríkisútvarpinu [...]. Útvarpsráðið hefur lagt höfuðáherslu á það, vegna fjárhagslegrar útkomu fréttastofu Útvarpsins að undanförnu, þar sem árvisst hefur verið farið fram úr áætlunum, að það verði að fá þarna til forystu mann sem að getur tekið á þessu rekstrarlega dæmi," sagði Markús Örn. "Auðun Georg hefur verið að stýra þessari starfsemi fyrir þetta stóra fyrirtæki sem er orðið alþjóðlegt fyrirtæki og hefur verið að sækja út á erlendum mörkuðum, fyrir nátttúrlega hönd forystu þess," sagði Markús Örn jafnframt. Þegar Markús Örn var spurður hvort hann teldi Auðun Georg vera með meiri rekstrarreynslu heldur en til dæmis Jóhann Hauksson, sem hefur stýrt Rás 2 með um 180 milljónir í veltu og 40-50 manns undir sinni stjórn, sagðist hann ekki efast um það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Auðun Georg í gær. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
"Auðun Georg hefur meiri reynslu almennt séð í rekstrarmálum heldur en nokkur annar af umsækjendum," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Kastljóssviðtali í fyrrakvöld. Heimildir Fréttablaðsins innan Marel segja að starf Auðuns Georgs fyrir Marel í Asíu var í því fólgið að samræma starfsemi umboðsfyrirtækja Marel í Suðaustur-Asíu. Eina söluskrifstofa Marel í Suðaustur-Asíu er í Taílandi en annars hefur fyrirtækið umboðsfyrirtæki á sínum vegum á svæðinu. Auðun Georg hafði umsjón með sölustarfi umboðsfyrirtækjanna og var staðsettur hér á Íslandi. Hann fór ekki með nein bein mannaforráð heldur hafði samskipti við umboðsmenn og sjálfstæð fyrirtæki. Auðun Georg fór ekki með rekstur fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu, þótt hann hafi haft milligöngu um samningagerð. Meirihluti útvarpsráðs lagði mikið upp úr því að fréttastjóri Ríkisútvarpsins hefði reynslu af rekstri, samkvæmt því sem fram kom í máli Markúsar Arnar. "Auðun Georg hefur verið forstöðumaður eins framsæknasta fyrirtækis á Íslandi sem hefur verið að sækja fram á erlendum mörkuðum og alþjóðasviðinu. Hann hefur verið starfandi sem markaðsstjóri fyrir Marel í fjarlægari Austurlöndum og ég tel það nú að það sé viðbót í þekkingarbrunninn hérna inni í Ríkisútvarpinu [...]. Útvarpsráðið hefur lagt höfuðáherslu á það, vegna fjárhagslegrar útkomu fréttastofu Útvarpsins að undanförnu, þar sem árvisst hefur verið farið fram úr áætlunum, að það verði að fá þarna til forystu mann sem að getur tekið á þessu rekstrarlega dæmi," sagði Markús Örn. "Auðun Georg hefur verið að stýra þessari starfsemi fyrir þetta stóra fyrirtæki sem er orðið alþjóðlegt fyrirtæki og hefur verið að sækja út á erlendum mörkuðum, fyrir nátttúrlega hönd forystu þess," sagði Markús Örn jafnframt. Þegar Markús Örn var spurður hvort hann teldi Auðun Georg vera með meiri rekstrarreynslu heldur en til dæmis Jóhann Hauksson, sem hefur stýrt Rás 2 með um 180 milljónir í veltu og 40-50 manns undir sinni stjórn, sagðist hann ekki efast um það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Auðun Georg í gær.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira