Auðun hafði engin mannaforráð 15. mars 2005 00:01 "Auðun Georg hefur meiri reynslu almennt séð í rekstrarmálum heldur en nokkur annar af umsækjendum," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Kastljóssviðtali í fyrrakvöld. Heimildir Fréttablaðsins innan Marel segja að starf Auðuns Georgs fyrir Marel í Asíu var í því fólgið að samræma starfsemi umboðsfyrirtækja Marel í Suðaustur-Asíu. Eina söluskrifstofa Marel í Suðaustur-Asíu er í Taílandi en annars hefur fyrirtækið umboðsfyrirtæki á sínum vegum á svæðinu. Auðun Georg hafði umsjón með sölustarfi umboðsfyrirtækjanna og var staðsettur hér á Íslandi. Hann fór ekki með nein bein mannaforráð heldur hafði samskipti við umboðsmenn og sjálfstæð fyrirtæki. Auðun Georg fór ekki með rekstur fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu, þótt hann hafi haft milligöngu um samningagerð. Meirihluti útvarpsráðs lagði mikið upp úr því að fréttastjóri Ríkisútvarpsins hefði reynslu af rekstri, samkvæmt því sem fram kom í máli Markúsar Arnar. "Auðun Georg hefur verið forstöðumaður eins framsæknasta fyrirtækis á Íslandi sem hefur verið að sækja fram á erlendum mörkuðum og alþjóðasviðinu. Hann hefur verið starfandi sem markaðsstjóri fyrir Marel í fjarlægari Austurlöndum og ég tel það nú að það sé viðbót í þekkingarbrunninn hérna inni í Ríkisútvarpinu [...]. Útvarpsráðið hefur lagt höfuðáherslu á það, vegna fjárhagslegrar útkomu fréttastofu Útvarpsins að undanförnu, þar sem árvisst hefur verið farið fram úr áætlunum, að það verði að fá þarna til forystu mann sem að getur tekið á þessu rekstrarlega dæmi," sagði Markús Örn. "Auðun Georg hefur verið að stýra þessari starfsemi fyrir þetta stóra fyrirtæki sem er orðið alþjóðlegt fyrirtæki og hefur verið að sækja út á erlendum mörkuðum, fyrir nátttúrlega hönd forystu þess," sagði Markús Örn jafnframt. Þegar Markús Örn var spurður hvort hann teldi Auðun Georg vera með meiri rekstrarreynslu heldur en til dæmis Jóhann Hauksson, sem hefur stýrt Rás 2 með um 180 milljónir í veltu og 40-50 manns undir sinni stjórn, sagðist hann ekki efast um það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Auðun Georg í gær. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
"Auðun Georg hefur meiri reynslu almennt séð í rekstrarmálum heldur en nokkur annar af umsækjendum," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Kastljóssviðtali í fyrrakvöld. Heimildir Fréttablaðsins innan Marel segja að starf Auðuns Georgs fyrir Marel í Asíu var í því fólgið að samræma starfsemi umboðsfyrirtækja Marel í Suðaustur-Asíu. Eina söluskrifstofa Marel í Suðaustur-Asíu er í Taílandi en annars hefur fyrirtækið umboðsfyrirtæki á sínum vegum á svæðinu. Auðun Georg hafði umsjón með sölustarfi umboðsfyrirtækjanna og var staðsettur hér á Íslandi. Hann fór ekki með nein bein mannaforráð heldur hafði samskipti við umboðsmenn og sjálfstæð fyrirtæki. Auðun Georg fór ekki með rekstur fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu, þótt hann hafi haft milligöngu um samningagerð. Meirihluti útvarpsráðs lagði mikið upp úr því að fréttastjóri Ríkisútvarpsins hefði reynslu af rekstri, samkvæmt því sem fram kom í máli Markúsar Arnar. "Auðun Georg hefur verið forstöðumaður eins framsæknasta fyrirtækis á Íslandi sem hefur verið að sækja fram á erlendum mörkuðum og alþjóðasviðinu. Hann hefur verið starfandi sem markaðsstjóri fyrir Marel í fjarlægari Austurlöndum og ég tel það nú að það sé viðbót í þekkingarbrunninn hérna inni í Ríkisútvarpinu [...]. Útvarpsráðið hefur lagt höfuðáherslu á það, vegna fjárhagslegrar útkomu fréttastofu Útvarpsins að undanförnu, þar sem árvisst hefur verið farið fram úr áætlunum, að það verði að fá þarna til forystu mann sem að getur tekið á þessu rekstrarlega dæmi," sagði Markús Örn. "Auðun Georg hefur verið að stýra þessari starfsemi fyrir þetta stóra fyrirtæki sem er orðið alþjóðlegt fyrirtæki og hefur verið að sækja út á erlendum mörkuðum, fyrir nátttúrlega hönd forystu þess," sagði Markús Örn jafnframt. Þegar Markús Örn var spurður hvort hann teldi Auðun Georg vera með meiri rekstrarreynslu heldur en til dæmis Jóhann Hauksson, sem hefur stýrt Rás 2 með um 180 milljónir í veltu og 40-50 manns undir sinni stjórn, sagðist hann ekki efast um það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Auðun Georg í gær.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira