Góð hvíld er lífsnauðsynleg 15. mars 2005 00:01 "Þeir tóku þessu fegins hendi. Svo má kannski segja að það hafi verið forréttindi fyrir mig að fá að kynnast þessum mikla karlaheimi," segir Lovísa, augljóslega ánægð með sjómennina sína. Niðurstöður rannsóknarinnar segir Lovísa ekki hafa komið á óvart því sambærilegar rannsóknir hafi verið gerðar á svefnvenjum vaktavinnuvinnufólks í Svíþjóð. "Vinna sjómanna er skilgreind sem hörð vaktavinna, þar sem tveir hópar skipta milli sín fjórum vöktum. Annars vegar er unnin nætur- og síðdegisvakt og hins vegar morgun- og kvöldvakt." Lovísa segir það taka líkamann um fimm daga að endurstilla klukkuna sína eftir vakt. "Sjómenn eru hins vegar oft að vinna á annarri vaktinni einn túrinn, hoppa í land í tvo til þrjá daga og fara út aftur og vinna þá á hinni." Þetta segir Lovísa valda því að líkamsklukkan verði hreinlega skökk og líkaminn fari að vinna gegn sjálfum sér. Þetta geri ennfremur að verkum að hormónastarfsemin brenglast, blóðþrýstingurinn hækkar, blóðsykur eykst og starfsemi annarra líffæra örvast ásamt því að mótstöðuafl líkamans minnkar. "Skortur á góðri hvíld getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar manna og fyrir vaktavinnufólk eins og sjómenn er nauðsynlegt fyrir þá að fá góða hvíld." Meðal annarra atriða sem rannsóknin sýndi fram á var að fjöldi svefngloppa hafi komið fram á þeim tímum þegar líkamsstarfsemin hafi átt að vera hvað minnst og því hætta á slysum mikil. "Til þess að skynja svefn þarftu að vera sofandi í þrjár til fjórar mínútur. Svefngloppur eru augnablik þar sem menn gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru sofandi. Menn eru þá ekki meðvitaðir um þær hættur sem eru í kringum þá." Ennfremur segir Lovísa að hún hafi látið mæla hávaða í svefnrými sjómanna, hann hafi mælst í kringum 85 desibil en æskilegt er að hann fari ekki mikið yfir 50 desibil í svefnrýmum starfsmanna. "Hávaði er einn af áhrifaþáttum svefns. Það er algengt að menn telji sig venjast honum en það er ekki rétt, menn tapa bara heyrn." Lovísa segir ennfremur að heilsufar sjómanna hafi verið talsvert lakara en gengur og gerist hjá meðalmanninum. "Þeir eru með hæstu tíðni reykinga meðal starfstétta og drekka mikið kaffi. Þetta hefur allt mikil áhrif á svefnvenjur þeirra og gerir það að verkum að þeir hvílast ekki nægilega vel," segir Lovísa, sem bætir þó við að með einföldum forvörnum, reglulegu heilsufarseftirliti og auknu þoli megi koma í veg fyrir að heilbrigði sjómanna sé stefnt í voða. Heilsa Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Þeir tóku þessu fegins hendi. Svo má kannski segja að það hafi verið forréttindi fyrir mig að fá að kynnast þessum mikla karlaheimi," segir Lovísa, augljóslega ánægð með sjómennina sína. Niðurstöður rannsóknarinnar segir Lovísa ekki hafa komið á óvart því sambærilegar rannsóknir hafi verið gerðar á svefnvenjum vaktavinnuvinnufólks í Svíþjóð. "Vinna sjómanna er skilgreind sem hörð vaktavinna, þar sem tveir hópar skipta milli sín fjórum vöktum. Annars vegar er unnin nætur- og síðdegisvakt og hins vegar morgun- og kvöldvakt." Lovísa segir það taka líkamann um fimm daga að endurstilla klukkuna sína eftir vakt. "Sjómenn eru hins vegar oft að vinna á annarri vaktinni einn túrinn, hoppa í land í tvo til þrjá daga og fara út aftur og vinna þá á hinni." Þetta segir Lovísa valda því að líkamsklukkan verði hreinlega skökk og líkaminn fari að vinna gegn sjálfum sér. Þetta geri ennfremur að verkum að hormónastarfsemin brenglast, blóðþrýstingurinn hækkar, blóðsykur eykst og starfsemi annarra líffæra örvast ásamt því að mótstöðuafl líkamans minnkar. "Skortur á góðri hvíld getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar manna og fyrir vaktavinnufólk eins og sjómenn er nauðsynlegt fyrir þá að fá góða hvíld." Meðal annarra atriða sem rannsóknin sýndi fram á var að fjöldi svefngloppa hafi komið fram á þeim tímum þegar líkamsstarfsemin hafi átt að vera hvað minnst og því hætta á slysum mikil. "Til þess að skynja svefn þarftu að vera sofandi í þrjár til fjórar mínútur. Svefngloppur eru augnablik þar sem menn gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru sofandi. Menn eru þá ekki meðvitaðir um þær hættur sem eru í kringum þá." Ennfremur segir Lovísa að hún hafi látið mæla hávaða í svefnrými sjómanna, hann hafi mælst í kringum 85 desibil en æskilegt er að hann fari ekki mikið yfir 50 desibil í svefnrýmum starfsmanna. "Hávaði er einn af áhrifaþáttum svefns. Það er algengt að menn telji sig venjast honum en það er ekki rétt, menn tapa bara heyrn." Lovísa segir ennfremur að heilsufar sjómanna hafi verið talsvert lakara en gengur og gerist hjá meðalmanninum. "Þeir eru með hæstu tíðni reykinga meðal starfstétta og drekka mikið kaffi. Þetta hefur allt mikil áhrif á svefnvenjur þeirra og gerir það að verkum að þeir hvílast ekki nægilega vel," segir Lovísa, sem bætir þó við að með einföldum forvörnum, reglulegu heilsufarseftirliti og auknu þoli megi koma í veg fyrir að heilbrigði sjómanna sé stefnt í voða.
Heilsa Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira