Óvíst með samruna félaganna 14. mars 2005 00:01 Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira