Ólafur og félagar komust áfram 13. október 2005 18:54 Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona. Íslenski handboltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona.
Íslenski handboltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn