Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni 11. mars 2005 00:01 Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Velta félaganna er 4,5 milljarðar króna, en þau voru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverð er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að verðmæti viðskiptanna liggi á bilinu sjö til átta milljarðar króna. Fyrirtækin Inke og Laboratorios Lesvi eru í Barcelona og starfa samtals hjá þeim 290 manns. Inke sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna og á fjölda framleiðslueinkaleyfa. Helstu markaðir þess eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Laboratorios Lesvi framleiðir samheitalyf, bæði undir eigin vörumerkjum á Spáni og undir vörumerkjum annarra. Samkvæmt íslensku fjárfestunum hefur Lesvi náð merkum áföngum í þróun á margvíslegum samheitalyfjum. Með félögunum fylgja viðskiptasambönd, en meðal viðskiptavina eru lyfjafyrirtækin Bayer, Merck sem á í samstarfi við Decode, Ratiopharm, Sandoz og Stada. Allir lykilstarfsmenn fyrirtækisins halda áfram störfum hjá fyrirtækinu og hafa tekið tilboði íslensku fjárfestanna um kaup á þrettán prósenta hlut í félaginu. Invent Farma er alfarið í eigu íslenskra fjárfesta, en auk Friðriks eru meðal annarra í eigendahópnum Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi stjórnarmaður Omega Farma, Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, og Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Opinna kerfa. Fyrirvarar eru í kaupsamningnum um samþykki samkeppnisyfirvalda á Spáni og er gert ráð fyri að afstaða þeirra liggi fyrir í apríl. Fyrirtækjasvið KB banka hafði milligöngu um kaupin og lánar bankinn til þeirra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Velta félaganna er 4,5 milljarðar króna, en þau voru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverð er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að verðmæti viðskiptanna liggi á bilinu sjö til átta milljarðar króna. Fyrirtækin Inke og Laboratorios Lesvi eru í Barcelona og starfa samtals hjá þeim 290 manns. Inke sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna og á fjölda framleiðslueinkaleyfa. Helstu markaðir þess eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Laboratorios Lesvi framleiðir samheitalyf, bæði undir eigin vörumerkjum á Spáni og undir vörumerkjum annarra. Samkvæmt íslensku fjárfestunum hefur Lesvi náð merkum áföngum í þróun á margvíslegum samheitalyfjum. Með félögunum fylgja viðskiptasambönd, en meðal viðskiptavina eru lyfjafyrirtækin Bayer, Merck sem á í samstarfi við Decode, Ratiopharm, Sandoz og Stada. Allir lykilstarfsmenn fyrirtækisins halda áfram störfum hjá fyrirtækinu og hafa tekið tilboði íslensku fjárfestanna um kaup á þrettán prósenta hlut í félaginu. Invent Farma er alfarið í eigu íslenskra fjárfesta, en auk Friðriks eru meðal annarra í eigendahópnum Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi stjórnarmaður Omega Farma, Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, og Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Opinna kerfa. Fyrirvarar eru í kaupsamningnum um samþykki samkeppnisyfirvalda á Spáni og er gert ráð fyri að afstaða þeirra liggi fyrir í apríl. Fyrirtækjasvið KB banka hafði milligöngu um kaupin og lánar bankinn til þeirra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira