Afmæli í japönsku fangelsi 10. mars 2005 00:01 Myndin sem maður hefur af ljúfmenninu Sæmundi Pálssyni að syngja afmælissönginn fyrir Bobby Fischer, sextíu og tveggja ára gamlan, úfinn og ringlaðan, í fangelsi í Japan er er býsna hugnæm. Kannski svolítið absúrd líka. Maður getur svosem ekki annað en dáðst að vinum Bobbys fyrir þrautseigjuna við að reyna að ná honum út úr grjótinu í Japan. Ég velti fyrir mér hvort partur af vandamálinu sé að Japanir kunna ekki að segja nei - manni hefur allavega kennt það - þeir fara frekar undan í flæmingi eða gefa neitun sína til kynna með hæversklegum hætti sem vesturlandabúar skilja ekki alltaf. Sjálfur átti ég tvo ágæta japanska vini þegar ég var að læra í París. Annar þeirra gerðist mjög hallur undir einhvers konar samúræjahugsjónir þegar hann hafði fengið sér vískí að drekka, varð þá mjög andsnúinn Vesturlöndum. Hinn var fíngerður menntamaður, spilaði á selló, las ljóð eftir Mallarmé; við fórum saman á tónleika að hlusta á Debussy og Ravel, hann gaf mér bók með hækum að skilnaði. Eftir námið var Hirohito, en svo hét hann, gerður að löggufréttamanni hjá Asai Shimbun, hinu útbreidda dagblaði þar sem hann starfaði. Hann kannaði undirheima Tókíó. Þetta átti líklega að herða þennan viðkvæma fagurkera - að láta hann fást við eitthvað sem væri andstætt eðli hans. Það var ekki fyrr en eftir mörg ár í löggufréttunum að fyrirtækið linaði loksins tökin, gerði hann að fréttaritara í París þar sem ég hitti hann aftur fyrir nokkrum árum. Hann var jafn ljúfur á manninn og ævinlega. Viskíhneigði samúræjinn, Mitsuhiro, hafði hins vegar ekki þurft að ganga í gegnum þennan skóla. Líklega var ekki talin nein þörf á að móta hann eða herða með þessum hætti. --- --- --- Annars rifjaðist það upp fyrir manni sem ég hitti að Bobby Fischer hefði sagt í viðtali við mig í Silfri Egils fyrir nokkrum árum að hann myndi aldrei koma til Íslands svo lengi sem hér væri bandarísk herstöð. Líklega brýtur nauðsyn lög þegar svona er ástatt fyrir honum. --- --- --- Guðmundur Andri Thorsson leggur úr af því í grein í Fréttablaðinu að við höfum sekúlaríserað, veraldlegt þjóðfélag hér á Íslandi. Ekki er það alveg nákvæmt - við höfum þjóðkirkju líkt og í fleiri lútersk/evangelískum ríkjum, það eru meira að segja ákvæði um hana í stjórnarskrá. Sekúlarisminn svokallaður hefur hins vegar verið mjög sterkur í kaþólskum löndum þar sem hugsjónum upplýsingastefnunnar var á sínum tíma teflt gegn kaþólsku kirkjunni, sérstaklega í Frakklandi. Þar koma líka við sögu hugmyndir frönsku byltingarinnar. Þegar múslimastúlkum í Frakklandi er bannað að hylja höfuð sitt með slæðum er vísað til sekúlarisma. Mörgu fólki utan Frakklands gengur illa að skilja þetta. Í lúterskum löndum höfum við ekki þessa sekúlarísku hefð, enda snerust siðaskiptin að miklu leyti um að hið veraldlega vald, ríkið, lagði undir sig kirkjuna. Áhrifarík kenning innan félagsvísinda, sett fram af sjálfum Max Weber, er að mótmælendatrú hafi beinlínis fóstrað kapítalismanum og þarafleiðandi þá fjölhyggju sem honum fylgir. Þannig var til dæmis lögð meiri áhersla á menntun í lúterstrúarlöndum en þar sem kaþólska kirkjan var við völd - mótmælendur áttu að geta lesið biblíuna á móðurmáli sínu. Það er býsna langt síðan mótmælendatrúin hefur reynt að hefta "frjálsa hugsun eða þróun vísinda", svo notuð séu orð Guðmundar Andra. Í ríkjum mótmælenda hefur verið sáralítil barátta milli veraldlegra afla og geistlegs valds. Framfarahyggjan hefur fengið sínum fram. Lúterstrúin hefur verið mjög sveigjanleg gagnvart kröfum tíðarandans, einum of finnst sumum; hún hefur kvenpresta í sínum röðum, er ekki andsnúin getnaðarvörnum, amast ekki að ráði við fóstureyðingum og samkynhneigð, mótmælir sjaldnast uppátækjum vísindanna. Tuttugasta öldin leiddi í ljós marga ókosti sekúlarismans - kannski helst hvað vísindamenn sem fara að leika guð eru varasamir. Máski fáum við að súpa seyðið af blindri framfaratrúnni á þessari öld. --- --- --- Lýðræðisbylgjan í Úkraínu hefur mikið verið mærð og Viktori Júsénkó hampað sem frelsishetju. Málin eru þó líklega flóknari en þetta. Í merkilegri grein í íhaldsblaðinu breska, The Spectator, er spurt að hve miklu leyti olíuhagsmunir stórvelda liggi að baki atburðunum í Úkraínu? Málið snýst um hinar miklu olíulindir í Kaspíahafi, einhverjar þær stærstu í heimi, og hvernig olía verði flutt þaðan - án þess til dæmis að fara í gegnum lönd eins og Íran. Stórveldin Rússland, Kína og Bandaríkin eru öll að reyna að gæta hagsmuna sinna í þessum olíuviðskiptum - greinarhöfundurinn Michael Meacher segir að olíuleiðsla gegnum Afganistan og Pakistan hafi verið ein af ástæðunum fyrir innrás Bandaríkjanna í Afganistan 2001. Önnur leið fyrir olíuna er í gegnum Úkraínu. Þannig yrði henni veitt til Vesturlanda í gegnum Svartahafsborgina Brody og þaðan til Plotsk í Póllandi. Rússar eru öðru máli og vilja halda Úkraínu inni á áhrifasvæði sínu. Rússland er hins vegar hnignandi veldi og því horfa menn ekki síður til Kína - eina ríkisins sem mun geta ögrað Bandaríkjunum eitthvað að ráði á næstu áratugum. Kínverjar eru mjög háðir innflutningi á olíu og er í mun að tryggja öruggan innflutning á olíu landleið frá Persaflóa og Mið-Asíu. Því eru þeir að seilast til áhrifa á svæðinu. Bandaríkjamenn standa í mót og telja Úkraínu mikilvægan hlekk í þessu stórveldaspili sem eitt sinn fékk nafnið Leikurinn mikli - "The Great Game". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Myndin sem maður hefur af ljúfmenninu Sæmundi Pálssyni að syngja afmælissönginn fyrir Bobby Fischer, sextíu og tveggja ára gamlan, úfinn og ringlaðan, í fangelsi í Japan er er býsna hugnæm. Kannski svolítið absúrd líka. Maður getur svosem ekki annað en dáðst að vinum Bobbys fyrir þrautseigjuna við að reyna að ná honum út úr grjótinu í Japan. Ég velti fyrir mér hvort partur af vandamálinu sé að Japanir kunna ekki að segja nei - manni hefur allavega kennt það - þeir fara frekar undan í flæmingi eða gefa neitun sína til kynna með hæversklegum hætti sem vesturlandabúar skilja ekki alltaf. Sjálfur átti ég tvo ágæta japanska vini þegar ég var að læra í París. Annar þeirra gerðist mjög hallur undir einhvers konar samúræjahugsjónir þegar hann hafði fengið sér vískí að drekka, varð þá mjög andsnúinn Vesturlöndum. Hinn var fíngerður menntamaður, spilaði á selló, las ljóð eftir Mallarmé; við fórum saman á tónleika að hlusta á Debussy og Ravel, hann gaf mér bók með hækum að skilnaði. Eftir námið var Hirohito, en svo hét hann, gerður að löggufréttamanni hjá Asai Shimbun, hinu útbreidda dagblaði þar sem hann starfaði. Hann kannaði undirheima Tókíó. Þetta átti líklega að herða þennan viðkvæma fagurkera - að láta hann fást við eitthvað sem væri andstætt eðli hans. Það var ekki fyrr en eftir mörg ár í löggufréttunum að fyrirtækið linaði loksins tökin, gerði hann að fréttaritara í París þar sem ég hitti hann aftur fyrir nokkrum árum. Hann var jafn ljúfur á manninn og ævinlega. Viskíhneigði samúræjinn, Mitsuhiro, hafði hins vegar ekki þurft að ganga í gegnum þennan skóla. Líklega var ekki talin nein þörf á að móta hann eða herða með þessum hætti. --- --- --- Annars rifjaðist það upp fyrir manni sem ég hitti að Bobby Fischer hefði sagt í viðtali við mig í Silfri Egils fyrir nokkrum árum að hann myndi aldrei koma til Íslands svo lengi sem hér væri bandarísk herstöð. Líklega brýtur nauðsyn lög þegar svona er ástatt fyrir honum. --- --- --- Guðmundur Andri Thorsson leggur úr af því í grein í Fréttablaðinu að við höfum sekúlaríserað, veraldlegt þjóðfélag hér á Íslandi. Ekki er það alveg nákvæmt - við höfum þjóðkirkju líkt og í fleiri lútersk/evangelískum ríkjum, það eru meira að segja ákvæði um hana í stjórnarskrá. Sekúlarisminn svokallaður hefur hins vegar verið mjög sterkur í kaþólskum löndum þar sem hugsjónum upplýsingastefnunnar var á sínum tíma teflt gegn kaþólsku kirkjunni, sérstaklega í Frakklandi. Þar koma líka við sögu hugmyndir frönsku byltingarinnar. Þegar múslimastúlkum í Frakklandi er bannað að hylja höfuð sitt með slæðum er vísað til sekúlarisma. Mörgu fólki utan Frakklands gengur illa að skilja þetta. Í lúterskum löndum höfum við ekki þessa sekúlarísku hefð, enda snerust siðaskiptin að miklu leyti um að hið veraldlega vald, ríkið, lagði undir sig kirkjuna. Áhrifarík kenning innan félagsvísinda, sett fram af sjálfum Max Weber, er að mótmælendatrú hafi beinlínis fóstrað kapítalismanum og þarafleiðandi þá fjölhyggju sem honum fylgir. Þannig var til dæmis lögð meiri áhersla á menntun í lúterstrúarlöndum en þar sem kaþólska kirkjan var við völd - mótmælendur áttu að geta lesið biblíuna á móðurmáli sínu. Það er býsna langt síðan mótmælendatrúin hefur reynt að hefta "frjálsa hugsun eða þróun vísinda", svo notuð séu orð Guðmundar Andra. Í ríkjum mótmælenda hefur verið sáralítil barátta milli veraldlegra afla og geistlegs valds. Framfarahyggjan hefur fengið sínum fram. Lúterstrúin hefur verið mjög sveigjanleg gagnvart kröfum tíðarandans, einum of finnst sumum; hún hefur kvenpresta í sínum röðum, er ekki andsnúin getnaðarvörnum, amast ekki að ráði við fóstureyðingum og samkynhneigð, mótmælir sjaldnast uppátækjum vísindanna. Tuttugasta öldin leiddi í ljós marga ókosti sekúlarismans - kannski helst hvað vísindamenn sem fara að leika guð eru varasamir. Máski fáum við að súpa seyðið af blindri framfaratrúnni á þessari öld. --- --- --- Lýðræðisbylgjan í Úkraínu hefur mikið verið mærð og Viktori Júsénkó hampað sem frelsishetju. Málin eru þó líklega flóknari en þetta. Í merkilegri grein í íhaldsblaðinu breska, The Spectator, er spurt að hve miklu leyti olíuhagsmunir stórvelda liggi að baki atburðunum í Úkraínu? Málið snýst um hinar miklu olíulindir í Kaspíahafi, einhverjar þær stærstu í heimi, og hvernig olía verði flutt þaðan - án þess til dæmis að fara í gegnum lönd eins og Íran. Stórveldin Rússland, Kína og Bandaríkin eru öll að reyna að gæta hagsmuna sinna í þessum olíuviðskiptum - greinarhöfundurinn Michael Meacher segir að olíuleiðsla gegnum Afganistan og Pakistan hafi verið ein af ástæðunum fyrir innrás Bandaríkjanna í Afganistan 2001. Önnur leið fyrir olíuna er í gegnum Úkraínu. Þannig yrði henni veitt til Vesturlanda í gegnum Svartahafsborgina Brody og þaðan til Plotsk í Póllandi. Rússar eru öðru máli og vilja halda Úkraínu inni á áhrifasvæði sínu. Rússland er hins vegar hnignandi veldi og því horfa menn ekki síður til Kína - eina ríkisins sem mun geta ögrað Bandaríkjunum eitthvað að ráði á næstu áratugum. Kínverjar eru mjög háðir innflutningi á olíu og er í mun að tryggja öruggan innflutning á olíu landleið frá Persaflóa og Mið-Asíu. Því eru þeir að seilast til áhrifa á svæðinu. Bandaríkjamenn standa í mót og telja Úkraínu mikilvægan hlekk í þessu stórveldaspili sem eitt sinn fékk nafnið Leikurinn mikli - "The Great Game".
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun