Verði að fá ríkisborgararétt 9. mars 2005 00:01 Íslenskt vegabréf dugar ekki til að leysa Bobby Fischer úr haldi japanskra stjórnvalda samkvæmt óformlegu svari sem barst lögmönnum hans í dag. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að nú verði íslensk stjórnvöld að bregðast við og veita Fischer fullan ríkisborgararétt. Það er ljóst að afstaða japanskra stjórnvalda í málefnum Fischers mótast ekki af lagalegum forsendum heldur pólitískum og svo virðist sem bandarísk stjórnvöld beiti miklum þrýstingi til að hann verði ekki látinn laus úr haldi. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fékk í dag með óformlegum hætti svar um það að íslenskt vegabréf dygði ekki til að fá Fischer leystan úr haldi. Fischer varð 62 ára í dag og Sæmundur Pálsson hitti hann í fangelsinu en fékk ekki að færa honum blóm. Sæmundur segist ekki hafa verið með neina gjöf en hann hafi sungið fyrir hann afmælissönginn og því hafi Fischer tekið vel. Þó að lögmaður Fischers hafi fengið þau skilaboð í dag að íslenska vegabréfið yrði hunsað mun hún áfram reyna að fá formlegt svar og fund í dómsmálaráðuneytinu fyrir helgi en takist það ekki ætlar hún að stefna japönskum stjórnvöldum. Sæmundur segir að einhver í dómsmálaráðuneytinu hafi gefið þær upplýsingar að hann yrði ekki látinn laus. Hann telji þó ekki öll von sé úti. Suzuki hafi talað við blaðamenn sem hafi sagt að það væri á hreinu að hann yrði sendur til Íslands ef hann hefði þar ríkisborgararétt. Það væri allra sterkasti leikurinn. Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Íslenskt vegabréf dugar ekki til að leysa Bobby Fischer úr haldi japanskra stjórnvalda samkvæmt óformlegu svari sem barst lögmönnum hans í dag. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að nú verði íslensk stjórnvöld að bregðast við og veita Fischer fullan ríkisborgararétt. Það er ljóst að afstaða japanskra stjórnvalda í málefnum Fischers mótast ekki af lagalegum forsendum heldur pólitískum og svo virðist sem bandarísk stjórnvöld beiti miklum þrýstingi til að hann verði ekki látinn laus úr haldi. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fékk í dag með óformlegum hætti svar um það að íslenskt vegabréf dygði ekki til að fá Fischer leystan úr haldi. Fischer varð 62 ára í dag og Sæmundur Pálsson hitti hann í fangelsinu en fékk ekki að færa honum blóm. Sæmundur segist ekki hafa verið með neina gjöf en hann hafi sungið fyrir hann afmælissönginn og því hafi Fischer tekið vel. Þó að lögmaður Fischers hafi fengið þau skilaboð í dag að íslenska vegabréfið yrði hunsað mun hún áfram reyna að fá formlegt svar og fund í dómsmálaráðuneytinu fyrir helgi en takist það ekki ætlar hún að stefna japönskum stjórnvöldum. Sæmundur segir að einhver í dómsmálaráðuneytinu hafi gefið þær upplýsingar að hann yrði ekki látinn laus. Hann telji þó ekki öll von sé úti. Suzuki hafi talað við blaðamenn sem hafi sagt að það væri á hreinu að hann yrði sendur til Íslands ef hann hefði þar ríkisborgararétt. Það væri allra sterkasti leikurinn.
Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira