Ekki beðinn að víkja úr stjórnum 9. mars 2005 00:01 Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira