Varasjóðir VR 6. mars 2005 00:01 "Með þessu erum við í raun og veru að setja allar hliðarþjónustu félagsins í einn sjóð. Sjötíu prósent iðgjalda rennur áfram til samtryggingar félagsins og fer í sjúkra- og slysadagpeninga, dagpeninga fyrir langveik börn, dánarbætur, lögfræðiaðstoð og svo framvegis," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Á aðalfundi félagsins í næstu viku mun stjórn félagsins leggja til að hver félagsmaður eignist séreignasjóð hjá félaginu, svokallaðan varasjóð. "Þetta er útvíkkun á styrkjafyrirkomulagi okkar. Hver og einn félagsmaður ræður í hvað peningarnir úr sjóðnum fara, til dæmis orlof, símenntun, ný gleraugu eða heilsubrest. Við munum hækka verð í orlofshús okkar og fólk getur þá valið hvort það leitar til okkar eða einhverrar ferðaþjónustu. Við setjum aukna fjármuni í þessa varasjóði og fyrir þá sem lítið hafa notað sér styrkjafyrirkomulagið til þessa er þetta mikil breyting þeim í hag," segir Gunnar. Ef varasjóðafyrirkomulagið verður samþykkt fer það í gang næstu áramót. Hver félagsmaður fær þá að meðaltali 45 þúsund í sinn varasjóð til að byrja með og síðan vissa upphæð árlega eftir launum viðkomandi en gert er ráð fyrir að 350 til 400 milljónir renni í varasjóði félagsmanna árlega. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
"Með þessu erum við í raun og veru að setja allar hliðarþjónustu félagsins í einn sjóð. Sjötíu prósent iðgjalda rennur áfram til samtryggingar félagsins og fer í sjúkra- og slysadagpeninga, dagpeninga fyrir langveik börn, dánarbætur, lögfræðiaðstoð og svo framvegis," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Á aðalfundi félagsins í næstu viku mun stjórn félagsins leggja til að hver félagsmaður eignist séreignasjóð hjá félaginu, svokallaðan varasjóð. "Þetta er útvíkkun á styrkjafyrirkomulagi okkar. Hver og einn félagsmaður ræður í hvað peningarnir úr sjóðnum fara, til dæmis orlof, símenntun, ný gleraugu eða heilsubrest. Við munum hækka verð í orlofshús okkar og fólk getur þá valið hvort það leitar til okkar eða einhverrar ferðaþjónustu. Við setjum aukna fjármuni í þessa varasjóði og fyrir þá sem lítið hafa notað sér styrkjafyrirkomulagið til þessa er þetta mikil breyting þeim í hag," segir Gunnar. Ef varasjóðafyrirkomulagið verður samþykkt fer það í gang næstu áramót. Hver félagsmaður fær þá að meðaltali 45 þúsund í sinn varasjóð til að byrja með og síðan vissa upphæð árlega eftir launum viðkomandi en gert er ráð fyrir að 350 til 400 milljónir renni í varasjóði félagsmanna árlega.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira