Undirbúa dómsmál vegna kaupanna 3. mars 2005 00:01 Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar. Danska dagblaðið Berlingske Tidende greinir frá því í dag að margir smærri hluthafar Magasín telja að fyrrverandi stjórn fyrirtækisins hafi brotið lög og haldið upplýsingum leyndum fyrir hluthöfum þegar hún ákvað að selja íslenska fyrirtækinu M-holding, sem er að stórum hlut í eigu Baugs, meirihlutann í verslanakeðjunni. Hluthafarnir fimmtán sem ætla í mál við stjórnina fyrrverandi segja að söluverð hvers hlutar hafi verið alltof lágt. Á aðalfundi Magasín í fyrradag var samþykkt að skylda eldri hluthafa til að selja Íslendingunum hlut sinn. Margir þeirra eru því hins vegar andsnúnir þar sem þeir telja að andvirði hvers hlutar sé að minnsta kosti tvisvar sinnum verðmeira en verðið sem á að skikka þá til að selja á. Þeir byggja það meðal annars á því að verulegur hagnaður hafi orðið af sölu Magasín á fasteignum fyrirtækisins við Kóngsins Nýtorg í Kaupmannahöfn, en að þeim upplýsingum hafi verið leynt fyrir hinum smærri hluthöfum. Sá hagnaður einn og sér eigi að auka andvirði hvers hlutar. Samtök fjárfesta, sem eru 13 þúsunda manna samtök hlutafjáreigenda, telja viðskipti fyrrverandi stjórnar og íslensku fjárfestanna ólögleg þar sem ekki hafi allir setið við sama borð. Samtökin bíða nú viðbragða allra smærri hluthafa Magasíns og reikna með að reka málið fyrir þeirra hönd fyrir dómstólum. Lögmaður íslensku fjárfestanna segir málið orðum aukið en formaður samtaka fjárfesta, Claus W. Silfverberg, er á öðru máli. Hann segist sannfærður um að málstaður hluthafanna sé góður og bætir við, í samtali við Berlingske Tidende, að það sé einfaldlega ekki hægt að ganga að hlutum fólks og stela þeim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar. Danska dagblaðið Berlingske Tidende greinir frá því í dag að margir smærri hluthafar Magasín telja að fyrrverandi stjórn fyrirtækisins hafi brotið lög og haldið upplýsingum leyndum fyrir hluthöfum þegar hún ákvað að selja íslenska fyrirtækinu M-holding, sem er að stórum hlut í eigu Baugs, meirihlutann í verslanakeðjunni. Hluthafarnir fimmtán sem ætla í mál við stjórnina fyrrverandi segja að söluverð hvers hlutar hafi verið alltof lágt. Á aðalfundi Magasín í fyrradag var samþykkt að skylda eldri hluthafa til að selja Íslendingunum hlut sinn. Margir þeirra eru því hins vegar andsnúnir þar sem þeir telja að andvirði hvers hlutar sé að minnsta kosti tvisvar sinnum verðmeira en verðið sem á að skikka þá til að selja á. Þeir byggja það meðal annars á því að verulegur hagnaður hafi orðið af sölu Magasín á fasteignum fyrirtækisins við Kóngsins Nýtorg í Kaupmannahöfn, en að þeim upplýsingum hafi verið leynt fyrir hinum smærri hluthöfum. Sá hagnaður einn og sér eigi að auka andvirði hvers hlutar. Samtök fjárfesta, sem eru 13 þúsunda manna samtök hlutafjáreigenda, telja viðskipti fyrrverandi stjórnar og íslensku fjárfestanna ólögleg þar sem ekki hafi allir setið við sama borð. Samtökin bíða nú viðbragða allra smærri hluthafa Magasíns og reikna með að reka málið fyrir þeirra hönd fyrir dómstólum. Lögmaður íslensku fjárfestanna segir málið orðum aukið en formaður samtaka fjárfesta, Claus W. Silfverberg, er á öðru máli. Hann segist sannfærður um að málstaður hluthafanna sé góður og bætir við, í samtali við Berlingske Tidende, að það sé einfaldlega ekki hægt að ganga að hlutum fólks og stela þeim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira