Cesar vill fara aftur til Íraks 2. mars 2005 00:01 Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira
Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira