Cesar vill fara aftur til Íraks 2. mars 2005 00:01 Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld. Fréttir Innlent Írak Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira