Cesar vill fara aftur til Íraks 2. mars 2005 00:01 Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira