Læti og hörkuslagsmál 25. febrúar 2005 00:01 ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið." Íslenski handboltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið."
Íslenski handboltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira