Litli hluthafinn í aðalhlutverki 23. febrúar 2005 00:01 Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins. Innlent Viðskipti Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Sjá meira
Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins.
Innlent Viðskipti Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Sjá meira