Fáránlegt að sýna krossinn 23. febrúar 2005 00:01 Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson. Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Sjá meira
Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Sjá meira