Viðskipti innlent

Oddi fær aukna samkeppni

Edda Printing and Publishing Ltd., hefur keypt prentsmiðjuna Prentmet ehf og dótturfélag þess Prentverk Akraness af Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur. Fyrir á Edda PP allt hlutafé í Edda Printing LLC, prentsmiðju í Pétursborg í Rússlandi. Eigendur Eddu PP eru Björgólfur Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson, Páll Bragi Kristjónsson og Þór Kristjánsson. Áætlað er að sameiginleg velta fyrirtækisins verði rúmir þrír milljarðar, þar af rúmlega helmingur ytra. Páll Bragi Kristjónsson, sem einnig er forstjóri Eddu útgáfu, segir að þrátt fyrir kaupin verði áfram leitað hagstæðustu tilboða hverju sinni fyrir Eddu útgáfu. Stærsti keppinautur Eddu PP hér á landi er prentsmiðjan Oddi sem prentað hefur drjúgan hlut af bókum Eddu útgáfu. Oddi átti hlut í prentsmiðjunni í Pétursborg, en hefur selt hann til núverandi eigenda Eddu PP.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×