Nordhorn sigraði Dusseldorf með 36 mörkum gegn 27 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Alexander Peterson skoraði 10 mörk fyrir Dusseldorf en Markús Máni Michaelsson komst ekki á blað. Nordhorn í fjórða sæti í deildarinnar en Dusseldorf í næst neðsta sæti.