Hvað er merkilegt í sjónvarpinu? 17. febrúar 2005 00:01 Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun