Aganefndin haldi trúverðugleika 17. febrúar 2005 00:01 Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira