Aganefndin haldi trúverðugleika 17. febrúar 2005 00:01 Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira