Mynd sem leynir á sér Egill Helgason skrifar 15. febrúar 2005 00:01 Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira