Sinnuleysi félaganna algjört 14. febrúar 2005 00:01 Segja má að íslenskir handboltadómarar séu tegund í útrýmingarhættu. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið og er víða pottur brotinn hjá félögunum þegar kemur að því að huga að dómaramálum. "Handknattleiksforystan framleiðir ekki dómara, við skulum hafa það á hreinu. Það eru félögin sem eiga að standa sig í stykkinu þegar kemur að því að búa til dómara," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið um helgina og hvítþvoði sjálfan sig og aðra forystumenn sambandsins algjörlega af dómaramálum. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að félögin virtust ekki gera sér grein fyrir mikilvægi dómara í íþróttinni. "Sinnuleysi félaganna er algjört og ég skil eiginlega ekki hvaða forgangsröðun er í gangi hjá þeim," sagði Hákon og bætti við að það væru í raun aðeins fjögur félög, HK, Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss, sem stæðu sig í stykkinu. "Önnur félög láta sig þetta litlu varða." Hákon sagði að dómaranefndin stæði fyrir reglulegum dómaranámskeiðum en það væru litlar heimtur af þeim. "Ég hugsa að ef um hundrað manns mæta á námskeið þá megum við teljast heppnir ef við fáum einn mann til starfa í þeim hópi. Virðingarleysið gagnvart þessari stétt er algjört frá hendi félaganna og það gerir það að verkum að fólk hefur síður áhuga á því að skella sér út í dómgæslu. Nú horfum við fram á að nokkur af okkar bestu dómarapörum eru að komast á aldur og við munum, ef fram heldur sem horfir, lenda í vandræðum með að fylla þeirra skörð. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því að án dómaranna verður enginn handbolti spilaður hér á Íslandi. Ef ekkert verður að gert þá mun skapast neyðarástand í dómgæslunni innan fárra ára," sagði Hákon. Íslenski handboltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Segja má að íslenskir handboltadómarar séu tegund í útrýmingarhættu. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið og er víða pottur brotinn hjá félögunum þegar kemur að því að huga að dómaramálum. "Handknattleiksforystan framleiðir ekki dómara, við skulum hafa það á hreinu. Það eru félögin sem eiga að standa sig í stykkinu þegar kemur að því að búa til dómara," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið um helgina og hvítþvoði sjálfan sig og aðra forystumenn sambandsins algjörlega af dómaramálum. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að félögin virtust ekki gera sér grein fyrir mikilvægi dómara í íþróttinni. "Sinnuleysi félaganna er algjört og ég skil eiginlega ekki hvaða forgangsröðun er í gangi hjá þeim," sagði Hákon og bætti við að það væru í raun aðeins fjögur félög, HK, Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss, sem stæðu sig í stykkinu. "Önnur félög láta sig þetta litlu varða." Hákon sagði að dómaranefndin stæði fyrir reglulegum dómaranámskeiðum en það væru litlar heimtur af þeim. "Ég hugsa að ef um hundrað manns mæta á námskeið þá megum við teljast heppnir ef við fáum einn mann til starfa í þeim hópi. Virðingarleysið gagnvart þessari stétt er algjört frá hendi félaganna og það gerir það að verkum að fólk hefur síður áhuga á því að skella sér út í dómgæslu. Nú horfum við fram á að nokkur af okkar bestu dómarapörum eru að komast á aldur og við munum, ef fram heldur sem horfir, lenda í vandræðum með að fylla þeirra skörð. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því að án dómaranna verður enginn handbolti spilaður hér á Íslandi. Ef ekkert verður að gert þá mun skapast neyðarástand í dómgæslunni innan fárra ára," sagði Hákon.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira