Petersson með sjö mörk
![](https://www.visir.is/i/9DDB7487D880CAC207C4AA7C8B8090AA132ECFD3985B9C89B0F35416CAF7448E_713x0.jpg)
Alexander Petersson skoraði sjö mörk og var markahæsti leikmaður Düsseldorf sem tapaði fyrir Göppingen, 31-23, á á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handbolta á laugardaginn. Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf en Jaliesky Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener sem steinlá fyrir Flensburg, 30-18, og Logi Geirsson komst ekki á blað hjá Lemgo sem tapaði óvænt fyrir Gummersbach, 33-30.