Lið ÍBV kostar tugi milljóna 11. febrúar 2005 00:01 Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Íslenski handboltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira