Kosningarnar blóði drifnar 30. janúar 2005 00:01 Ekki færri en tuttugu og tveir liggja í valnum eftir röð árása á kjörstaði í Írak í morgun. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu eru blóði drifnar. Það var viðbúið að hryðjuverkamenn gerðu árásir á kjósendur og kjörstaði í dag eins og þeir höfðu hótað. Engu að síður segja írakskir stjórnmálamenn Reuters-fréttastofunni að kjörsókn sé góð og gæti verið um fimmtíu prósent áður en yfir líkur. Í ljósi þeirrar hættu sem felst í því að kjósa, og jafnvel aðeins í því að sjást með bláa blekið sem notað er til að merkja fingur þeirra sem greitt hafa atkvæði, væri helmings kjörsókn nánast undraverð. Sums staðar í Bagdad mynduðust raðir við kjörstaði og meira að segja í borginni Fallujah, sem varð illa úti í áhlaupi Bandaríkjahers fyrir jól, mætti fólk á kjörstaði, staðráðið í að hafa áhrif á framtíð landsins. Það virðast einkum vera Kúrdar og Sjítar sem flykkjast á kjörstaði, þrátt fyrir hótanir hryðjuverkamanna. Á svæðum Súnníta er kjörsókn almennt dræmari. Þar hafa ofbeldisverk verið mun algengari, andspyrnan er harðari og kannanir leiddu í ljós að um áttatíu prósent Súnníta hygðust sniðganga kosningarnar. Kjörstaðir í sumum Súnnítahverfum eru sagðir mannlausir. Verði niðurstaðan sú að Súnnítar hafi í stórum stíl haldið sig fjarri kjörstöðum gæti það dregið úr trúverðugleika nýrrar stjórnar í landinu. Þrátt fyrir gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa hryðjuverkamenn gert tugi árása í morgun, einkum í Bagdad. Mannskæðasta árásin var þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á biðröð við kjörstað í höfuðborginni. Þar fórust sex. Fjórir fórust við kjörstað í fátækrahverfinu Sadr-borg, fjórir í vesturborginni og fjórir til viðbótar annars staðar í Bagdad. Á þriðja tug liggur í valnum eftir árásir morgunsins og tugir eru slasaðir. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira
Ekki færri en tuttugu og tveir liggja í valnum eftir röð árása á kjörstaði í Írak í morgun. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu eru blóði drifnar. Það var viðbúið að hryðjuverkamenn gerðu árásir á kjósendur og kjörstaði í dag eins og þeir höfðu hótað. Engu að síður segja írakskir stjórnmálamenn Reuters-fréttastofunni að kjörsókn sé góð og gæti verið um fimmtíu prósent áður en yfir líkur. Í ljósi þeirrar hættu sem felst í því að kjósa, og jafnvel aðeins í því að sjást með bláa blekið sem notað er til að merkja fingur þeirra sem greitt hafa atkvæði, væri helmings kjörsókn nánast undraverð. Sums staðar í Bagdad mynduðust raðir við kjörstaði og meira að segja í borginni Fallujah, sem varð illa úti í áhlaupi Bandaríkjahers fyrir jól, mætti fólk á kjörstaði, staðráðið í að hafa áhrif á framtíð landsins. Það virðast einkum vera Kúrdar og Sjítar sem flykkjast á kjörstaði, þrátt fyrir hótanir hryðjuverkamanna. Á svæðum Súnníta er kjörsókn almennt dræmari. Þar hafa ofbeldisverk verið mun algengari, andspyrnan er harðari og kannanir leiddu í ljós að um áttatíu prósent Súnníta hygðust sniðganga kosningarnar. Kjörstaðir í sumum Súnnítahverfum eru sagðir mannlausir. Verði niðurstaðan sú að Súnnítar hafi í stórum stíl haldið sig fjarri kjörstöðum gæti það dregið úr trúverðugleika nýrrar stjórnar í landinu. Þrátt fyrir gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa hryðjuverkamenn gert tugi árása í morgun, einkum í Bagdad. Mannskæðasta árásin var þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á biðröð við kjörstað í höfuðborginni. Þar fórust sex. Fjórir fórust við kjörstað í fátækrahverfinu Sadr-borg, fjórir í vesturborginni og fjórir til viðbótar annars staðar í Bagdad. Á þriðja tug liggur í valnum eftir árásir morgunsins og tugir eru slasaðir.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira