Írak leikur á reiðiskjálfi 29. janúar 2005 00:01 Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira