Rússneski björninn aldrei veikari 26. janúar 2005 00:01 Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það. Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Sjá meira
Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Sjá meira