Fyrsta sérsmíðin fyrir Samskip 24. janúar 2005 00:01 Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira