Klár eftir tvo mánuði 20. janúar 2005 00:01 Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús. Íslenski handboltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús.
Íslenski handboltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira