Mikill léttir 19. janúar 2005 00:01 Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á." Íslenski handboltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á."
Íslenski handboltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira