Börkur undirbýr Karfann 2. janúar 2005 00:01 Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Aðeins ein tékknesk mynd sem var frumsýnd á árinu er fyrir ofan Sterkt kaffi á listanum. Einnig kemur fram að mynd Barkar sé ein af þremur sem er talin líklegust til afreka á verðlaunahátíðinni Tékkneska ljóninu þar sem 60 til 70 myndir keppast um hin virtu kvikmyndaverðlaun. Zelary hlaut til að mynda tvenn slík verðlaun á þessu ári. Börkur segir þessa góðu dóma vera gleðileg tíðindi. Gerir hann sér þó engar sérstakar vonir um tilnefningar til Tékkneska ljónsins og er fyrst og fremst ánægður með að vera nefndur í hópi annarra góðra mynda. "Þetta er mjög hvetjandi og það er alltaf jafngaman að einhverjir höfðingjar hafi áhuga á myndinni," sagði Börkur. Myndinni hefur einnig verið dreift um Pólland, Ungverjaland og Slóvakíu auk þess sem hún hefur verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum við góðar undirtektir. Sterkt kaffi er gamanmynd í fullri lengd um samskipti kynjanna. Hún fjallar um tvö pör á þrítugsaldri sem fara í ferðalag til æskuslóða stúlknanna. Lýsir hún á kómískan hátt hvernig þessi pör takast á við það álag sem fylgir því að fara út á land, þar sem gemsar virka ekki og rafmagn, sjónvarp og gott kaffi er vandfundið. Börkur er þegar farinn að undirbúa sína næstu mynd, Karfinn, sem fjallar einnig um sambönd. "Hún sýnir kómíska hlið á fjölskyldusamböndum og hversu fólk á erfitt með að ná saman. Hún heitir Karfinn, sem er einmitt jólamaturinn í Tékklandi. Allir eru hræddir um að vera einir um jólin og berjast því fyrir því að fjölskyldan nái saman," segir hann. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Aðeins ein tékknesk mynd sem var frumsýnd á árinu er fyrir ofan Sterkt kaffi á listanum. Einnig kemur fram að mynd Barkar sé ein af þremur sem er talin líklegust til afreka á verðlaunahátíðinni Tékkneska ljóninu þar sem 60 til 70 myndir keppast um hin virtu kvikmyndaverðlaun. Zelary hlaut til að mynda tvenn slík verðlaun á þessu ári. Börkur segir þessa góðu dóma vera gleðileg tíðindi. Gerir hann sér þó engar sérstakar vonir um tilnefningar til Tékkneska ljónsins og er fyrst og fremst ánægður með að vera nefndur í hópi annarra góðra mynda. "Þetta er mjög hvetjandi og það er alltaf jafngaman að einhverjir höfðingjar hafi áhuga á myndinni," sagði Börkur. Myndinni hefur einnig verið dreift um Pólland, Ungverjaland og Slóvakíu auk þess sem hún hefur verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum við góðar undirtektir. Sterkt kaffi er gamanmynd í fullri lengd um samskipti kynjanna. Hún fjallar um tvö pör á þrítugsaldri sem fara í ferðalag til æskuslóða stúlknanna. Lýsir hún á kómískan hátt hvernig þessi pör takast á við það álag sem fylgir því að fara út á land, þar sem gemsar virka ekki og rafmagn, sjónvarp og gott kaffi er vandfundið. Börkur er þegar farinn að undirbúa sína næstu mynd, Karfinn, sem fjallar einnig um sambönd. "Hún sýnir kómíska hlið á fjölskyldusamböndum og hversu fólk á erfitt með að ná saman. Hún heitir Karfinn, sem er einmitt jólamaturinn í Tékklandi. Allir eru hræddir um að vera einir um jólin og berjast því fyrir því að fjölskyldan nái saman," segir hann.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira