Huga þurfi að ráðandi matvöruverslunum 8. desember 2005 09:00 Ásta Möller spurði viðskiptaráðherra hvort grípa ætti til aðgerða gegn stórum keðjum matvöruverslana hér á landi svipað og gert hefði verið í Bretlandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ber saman umhverfi matvöruverslana í Bretlandi og Íslandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ástæðu til þess að huga að aðgerðum gegn samþjöppun í matvöruverslun hér á landi. Hún spurði Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á Alþingi á mánudag hvort hún teldi nauðsynlegt að grípa til sömu aðgerða og í Bretlandi þar sem þingnefnd fjallar nú um aðgerðir gegn samþjöppun og markaðsráðandi stöðu verslunarkeðjunnar Tesco. "Verslunarkeðjan Tesco hefur jafnt og þétt aukið hlutdeild sína í um 30 prósent... Á síðustu fjórum árum hafa 20 prósent sjálfstæðra verslana lagt þar upp laupana... Yfirburðastaða keðjunnar gerir henni kleift að standa undir undirboðum og óheilbrigðum verslunarháttum." Ásta taldi að samþjöppun á íslenskum matvörumarkaði í nafni Baugs væri mun meiri en samþjöppun sú sem rædd væri í Bretlandi. Hún vísaði meðal annars til greinar Jónasar Haralz og Jóhanns J. Ólafssonar í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, en þar er talað um ribbaldaskeið ungs kapítalisma sem aðrar þjóðir hafi gengið í gegnum á mismunandi tímum. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra kvaðst ekki hlutast til um störf Samkeppniseftirlitsins en það byggði starfsemi sína á reglum sem væru í gildi um alla Evrópu. Hún kvaðst gera ráð fyrir að það sinnti verkum sínum. "Ég er hissa á að heyra þessar áherslur hjá háttvirtum þingmanni með tilliti til þess að við gengum í gegnum heilmikla vinnu hér á síðasta þingi, fyrst í nefnd sem ég skipaði og þar voru fulltrúar samstarfsflokksins... Ég gerði mér ekki grein fyrir á þeim tíma að það væru uppi aðrar hugmyndir í Sjálfstæðisflokknum í sambandi við þetta mál," sagði Valgerður. Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ber saman umhverfi matvöruverslana í Bretlandi og Íslandi. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ástæðu til þess að huga að aðgerðum gegn samþjöppun í matvöruverslun hér á landi. Hún spurði Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á Alþingi á mánudag hvort hún teldi nauðsynlegt að grípa til sömu aðgerða og í Bretlandi þar sem þingnefnd fjallar nú um aðgerðir gegn samþjöppun og markaðsráðandi stöðu verslunarkeðjunnar Tesco. "Verslunarkeðjan Tesco hefur jafnt og þétt aukið hlutdeild sína í um 30 prósent... Á síðustu fjórum árum hafa 20 prósent sjálfstæðra verslana lagt þar upp laupana... Yfirburðastaða keðjunnar gerir henni kleift að standa undir undirboðum og óheilbrigðum verslunarháttum." Ásta taldi að samþjöppun á íslenskum matvörumarkaði í nafni Baugs væri mun meiri en samþjöppun sú sem rædd væri í Bretlandi. Hún vísaði meðal annars til greinar Jónasar Haralz og Jóhanns J. Ólafssonar í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, en þar er talað um ribbaldaskeið ungs kapítalisma sem aðrar þjóðir hafi gengið í gegnum á mismunandi tímum. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra kvaðst ekki hlutast til um störf Samkeppniseftirlitsins en það byggði starfsemi sína á reglum sem væru í gildi um alla Evrópu. Hún kvaðst gera ráð fyrir að það sinnti verkum sínum. "Ég er hissa á að heyra þessar áherslur hjá háttvirtum þingmanni með tilliti til þess að við gengum í gegnum heilmikla vinnu hér á síðasta þingi, fyrst í nefnd sem ég skipaði og þar voru fulltrúar samstarfsflokksins... Ég gerði mér ekki grein fyrir á þeim tíma að það væru uppi aðrar hugmyndir í Sjálfstæðisflokknum í sambandi við þetta mál," sagði Valgerður.
Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira