Heiðar berst áfram fyrir sæti sínu hjá Fulham 27. nóvember 2005 06:00 Heiðar helguson hefur ekki í hyggju að leggja árar í bát þó á móti blási þessa dagana. Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn