Heiðar berst áfram fyrir sæti sínu hjá Fulham 27. nóvember 2005 06:00 Heiðar helguson hefur ekki í hyggju að leggja árar í bát þó á móti blási þessa dagana. Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu." Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu."
Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira