Umræðan á Íslandi hefur áhrif á skoðun Norðmanna 25. október 2005 05:00 Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ásamt Göran Persson "Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi." Fréttablaðið Hari Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við Evrópusambandið og tengslin milli ES og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu. Við ræðum þau mál áfram á síðari fundi hér. En einnig ræddum við tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna." Spurðir um formlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði sagði Halldór að slíkar aðildarumsóknir hefðu ekki borist. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði að tengslin og samvinnan við Rússland væri afar þýðingarmikil. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eiga aðild að Evrópusambandinu og sagði Persson að umræður um nánari samvinnu við Rússa fara fram innan þess einnig. "Hagsmunirnir liggja á orkusviðinu, framboði á eldsneyti, áætlunum um að horfa til fjölbreytilegra orkugjafa og verða ekki háðir eldsneyti frá einu eða tveimur löndum innan álfunnar. Það er margt að ræða við Rússa bæði af hálfu Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins," sagði Göran Persson. "Norðmenn vilja áfram grundvalla tengsl sín við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Jens Stoltenberg, nýbakaður forsætisráðherra Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn, samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í nýrri ríkisstjórn Noregs, er andvígur inngöngu í Evrópubambandið og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir aðildarumsókn. "Verkamannaflokkurinn áksilur sér þó frelsi til þess að fylgja stefnu sinni í Evrópumálum, taka upp málið ef og þegar sá tími kemur að Norðmenn eru reiðubúinir á ný til þess að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið," segir Stoltenberg. Norðmenn höfnuðum inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 og aftur árið 1994. Stoltenberg segir að ef ætlunin sé að sækja um inngöngu verði að ganga úr skugga um að það sé afdráttarlaus vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Ég er viss um að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið muni það hafa mikil áhrif á umræðuna í Noregi. Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi. En ólíkt Íslendingum höfum við í tvígang farið í gegn um samningaviðræður, sótt um inngöngu og fellt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jens Stoltenberg í samtali við Fréttablaðið. Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við Evrópusambandið og tengslin milli ES og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu. Við ræðum þau mál áfram á síðari fundi hér. En einnig ræddum við tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna." Spurðir um formlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði sagði Halldór að slíkar aðildarumsóknir hefðu ekki borist. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði að tengslin og samvinnan við Rússland væri afar þýðingarmikil. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eiga aðild að Evrópusambandinu og sagði Persson að umræður um nánari samvinnu við Rússa fara fram innan þess einnig. "Hagsmunirnir liggja á orkusviðinu, framboði á eldsneyti, áætlunum um að horfa til fjölbreytilegra orkugjafa og verða ekki háðir eldsneyti frá einu eða tveimur löndum innan álfunnar. Það er margt að ræða við Rússa bæði af hálfu Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins," sagði Göran Persson. "Norðmenn vilja áfram grundvalla tengsl sín við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Jens Stoltenberg, nýbakaður forsætisráðherra Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn, samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í nýrri ríkisstjórn Noregs, er andvígur inngöngu í Evrópubambandið og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir aðildarumsókn. "Verkamannaflokkurinn áksilur sér þó frelsi til þess að fylgja stefnu sinni í Evrópumálum, taka upp málið ef og þegar sá tími kemur að Norðmenn eru reiðubúinir á ný til þess að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið," segir Stoltenberg. Norðmenn höfnuðum inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 og aftur árið 1994. Stoltenberg segir að ef ætlunin sé að sækja um inngöngu verði að ganga úr skugga um að það sé afdráttarlaus vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Ég er viss um að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið muni það hafa mikil áhrif á umræðuna í Noregi. Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi. En ólíkt Íslendingum höfum við í tvígang farið í gegn um samningaviðræður, sótt um inngöngu og fellt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jens Stoltenberg í samtali við Fréttablaðið.
Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent