Fons hagnast um milljarða króna 24. október 2005 03:30 FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu. Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira