Blair óvænt til Bagdad 21. desember 2004 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan. Með heimsóninni sagðist hann vilja leggja sitt af mörkum til að kosningarnar í Írak verði haldnar í janúar eins og stefnt er að. Á blaðamannafundi með Allawi sagði Blair að það væru aðeins tveir valkostir í Írak eins og sakir standa, lýðræði eða ógnarstjórn og það væri skylda Vesturlanda að aðstoða íraskan almenning að verða lýðræðisríki. Blair hitti starfsmenn undirbúningsnefndar kosninganna fyrir skömmu en stuttu síðar voru þrír þeirra dregnir úr bifreið sinni í Bagdad og myrtir. Hann segist hafa tjáð þeim að þeir væru hetjur hins nýja Íraks því þeir legðu líf sitt að veði til að stuðla að því að íraska þjóðin hefði örlög sín í eigin hendi. Blair varði þátttöku Breta í árásinni á landið og veru áttaþúsund breskra hermanna þar. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi vera erlendra hermanna flýta fyrir uppbyggingu íraska hersins sem mun leysa hernámsliðið af hólmi. Í öðru lagi væru möguleikarnir fyrir Írak miklir og ef það tækist að gera Írak að stöðugu og lýðræðislegu ríki hefði það góð áhrif í Miðausturlöndum sem hefðu á endanum góð áhrif á alla heimsbyggðina. Allawi sagði á fundinum með Blair að íraska bráðabirgðastjórnin sé staðráðin í að halda kosningar í næsta mánuði þrátt fyrir að sumir leggi til að þeim verði frestað sökum stigvaxandi ofbeldis og sagði að það hefði verið gert ráð fyrir að það myndi magnast þegar nær drægi kosningum. Blair flaug til Bagdad frá Jórdaníu í gærmorgun en af öryggisástæðum var heimsóknin ekki tilkynnt fyrirfram. Eftir fundinn með Allawi hélt hann áleiðis til Basra og heilsaði upp á breska hermenn þar. Bush Bandaríkjaforseti fór síðast til Íraks fyrir rúmu ári. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan. Með heimsóninni sagðist hann vilja leggja sitt af mörkum til að kosningarnar í Írak verði haldnar í janúar eins og stefnt er að. Á blaðamannafundi með Allawi sagði Blair að það væru aðeins tveir valkostir í Írak eins og sakir standa, lýðræði eða ógnarstjórn og það væri skylda Vesturlanda að aðstoða íraskan almenning að verða lýðræðisríki. Blair hitti starfsmenn undirbúningsnefndar kosninganna fyrir skömmu en stuttu síðar voru þrír þeirra dregnir úr bifreið sinni í Bagdad og myrtir. Hann segist hafa tjáð þeim að þeir væru hetjur hins nýja Íraks því þeir legðu líf sitt að veði til að stuðla að því að íraska þjóðin hefði örlög sín í eigin hendi. Blair varði þátttöku Breta í árásinni á landið og veru áttaþúsund breskra hermanna þar. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi vera erlendra hermanna flýta fyrir uppbyggingu íraska hersins sem mun leysa hernámsliðið af hólmi. Í öðru lagi væru möguleikarnir fyrir Írak miklir og ef það tækist að gera Írak að stöðugu og lýðræðislegu ríki hefði það góð áhrif í Miðausturlöndum sem hefðu á endanum góð áhrif á alla heimsbyggðina. Allawi sagði á fundinum með Blair að íraska bráðabirgðastjórnin sé staðráðin í að halda kosningar í næsta mánuði þrátt fyrir að sumir leggi til að þeim verði frestað sökum stigvaxandi ofbeldis og sagði að það hefði verið gert ráð fyrir að það myndi magnast þegar nær drægi kosningum. Blair flaug til Bagdad frá Jórdaníu í gærmorgun en af öryggisástæðum var heimsóknin ekki tilkynnt fyrirfram. Eftir fundinn með Allawi hélt hann áleiðis til Basra og heilsaði upp á breska hermenn þar. Bush Bandaríkjaforseti fór síðast til Íraks fyrir rúmu ári.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira