Erlent

Stuðningsmenn Saddams í Sýrlandi

Uppreisnarmenn í Írak njóta aðstoðar Sýrlendinga. Þetta er mat heimildarmanna Washington Post úr röðum herleyniþjónustumanna og byggir matið á upplýsingum sem aflað var í Bagdad og Fallujah í síðasta mánuði. Talið er að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hússeins séu í Sýrlandi og komi þaðan fé til uppreisnarmannanna. Fénu sé safnað bæði í Sádi-Arabíu og Evrópu. Washington Post birtir einnig viðtöl við Abdullah Jórdaníukonung og Ghazi al-Yawar, forseta Íraks, og segjast þeir báðir telja uppreisnarmenn komast yfir landamærin frá Sýrlandi og hefðu jafnvel hlotið þar þjálfun. Bandaríkjamenn hafa áður sett fram álíka ásakanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×