Alþingi og Íraksmálið 7. desember 2004 00:01 Styr hefur staðið hérlendis um stríðsreksturinn í Írak og sérstaklega um þátt Íslands í honum. Andstæðingum stríðsins gremst að Ísland sé á lista hinna svonefndru staðföstu þjóða og gagnrýna hvernig um málið var fjallað á Alþingi. Stuðningsmenn innrásarinnar telja aftur á móti að ekkert hafi verið athugavert við meðferð málsins, rétt hafi verið að ráðast inn í landið og ekki sé hægt að taka landið af listanum. Í margra huga er hins vegar óljóst hvað felist í að vera á listanum margumrædda og hver eðlileg málsmeðferð hefði átt að vera. Móralskur stuðningur Fjörtíu og þrjú lönd eru á listanum yfir hinar staðföstu þjóðir og samkvæmt upplýsingum bandaríska varnarmálaráðuneytisins eiga þær sameiginlegt að hafa boðið Bandaríkjamönnum fram margvíslegan stuðning við innrásina í Írak og eru reiðubúnar til að lýsa þessu yfir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var gestur Kastljóss Sjónvarpsins í fyrrakvöld og þar lýsti hann nánar í hverju stuðningur Íslendinga hefði falist. "Við vorum beðnir af þrennt af Bandaríkjamönnum og Bretum: Að styðja ásamt okkar bandamönnum að Saddam yrði komið frá á grundvelli ályktunar Öryggisráðsins 1441, að þeir fengju afnot af Keflavíkurflugvelli í þessu samhengi og að við værum reiðubúnir til að lýsa stuðningi við uppbyggingu í Írak ef til þessarar innrásar kæmi," sagði hann. Orð Halldórs ríma við það sem stendur á vefsíðu bandaríska varnarmálaráðuneytisins þannig að skilningur ríkisstjórnanna á skuldbindingum Íslendinga er sá sami, fyrst og fremst móralskur stuðningur auk afnota af Keflavíkurflugvelli. Þar segir meðal annars að Bandaríkin óttist um öryggi Íslands vegna yfirvofandi hryðjuverka og þau trúi því "að stuðningur þessa litla lands skipti máli." Til viðbótar þeim stuðningi sem Halldór nefndi í Kastljósinu er kveðið á um að bandarískum herflugvélum sé heimilt að fljúga í gegnum íslenska flugumferðarsvæðið. Þetta virðist felast í veru okkar á listanum yfir staðföstu þjóðirnar. Halldór og Davíð ábyrgir Engum blöðum er um að fletta að ákvörðunin um að skrá Ísland á téðan lista var tekin af þeim Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni. Hins vegar greinir menn á um hvort umfjöllun Alþingis um málið hefði verið nægileg eða hvort þingið, nefndir þess eða þingflokkar stjórnarinnar hefðu átt að hafa meira um það að segja. Halldór Ásgrímsson kvað skýrt að orði í Kastljósinu í gær þegar hann var spurður um þetta. "Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál var margrætt á Alþingi, það var rætt í utanríkismálanefnd, það var rætt í þinginu en að lokum voru það að sjálfsögðu utanríkisráðherra og forsætisráðherra sem gerðu tillögu í þessum efnum." Hins vegar bætti hann því við að engin formleg ákvörðun hefði verið tekin um innrásina í ríkisstjórn þar sem Ísland væri ekki beinn aðili að henni. "Þetta er allt öðruvísi mál en þegar var farið inn í Bosníu eða Kosovo. Þá bárum við ábyrgð á því máli sem aðilar að Atlantshafsbandalaginu." Írak rætt á Alþingi En hversu mikið var um Íraksmálið fjallað á Alþingi? Ef flett er í ræðum alþingismanna síðustu mánuðina fyrir innrásina í mars 2003 kemur í ljós að málið var oft á dagskránni þingsins. Það vekur hins vegar athygli að í flestum tilvikum var ástandið í Írak rætt að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, ýmist í utandagskrárumræðum og óundirbúnum fyrirspurnum. Jafnframt kemur fljótlega í ljós þegar ræðurnar eru skoðaðar að ráðherrar ríkisstjórnarinnar lögðu áherslu á friðsamlega lausn með milligöngu Sameinuðu þjóðanna alveg þangað til tæpum mánuði fyrir innrásina. "Enginn vafi má leika á því að nokkur gereyðingarvopn sé lengur að finna í Írak," sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, í skýrslu sinni þann 27. febrúar. Mánuði fyrr lét hann eftirfarandi ummæli falla í óundirbúnum fyrirspurnum. "Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar öryggisráðsins á nýjan leik, það höfum við margsagt. En ég held að allir geti verið sammála um það að ef þessi maður býr yfir gjöreyðingarvopnum með þeim afleiðingum sem það gæti haft í för með sér, þá stendur alþjóðasamfélagið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu [...] Hins vegar ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Utanríkismálanefnd átti að fjalla um málið Stjórnarskráin veitir ráðherrum nokkuð rúmar heimildir til að fara með framkvæmdavaldið sem forsetinn felur þeim. Hins vegar er ekkert rætt þar um hvernig fjalla eigi um stríð og mögulega þátttöku landsins í því. Sigurður Líndal, prófessor í lögum, segir að það helgist að líkindum af því að framan af hefðum við talið okkur hlutlausa þjóð og því var þessi möguleiki ekki fyrir hendi í stjórnarskránni. Hann bendir hins vegar á að í þingskaparlögum segi að utanríkismálanefnd eigi að vera Alþingi til ráðuneytis um meiriháttar mál og slík mál eigi jafnan að bera upp við hana af stjórninni. Íraksmálið telst vart til minniháttar mála. Sigríður Anna Þórðardóttir, þáverandi formaður utanríkismálanefndar, sagðist ekki vilja tjá sig um meðferð nefndarinnar um Írak þar sem það tilheyrði liðinni tíð. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, viðurkennir að Írak hefði oft borið á góma mánuðina fyrir innrásina. "Það var hins vegar aldrei rædd sú ákvörðun að setja Ísland á þennan lista og lýsa yfir stuðningi við stríð án undangengis samþykkis Öryggisráðsins heldur þvert á móti hið gagnstæða. Sú ákvörðun að setja okkur á þennan lista var aldrei rædd sem slík í utanríkismálanefnd fyrr en allt var um garð gengið. Það er ósvífið að reyna að halda öðru fram," sagði hann í samtali við blaðið. Stuðningur Íslands við innrásina virðist þannig ekki hafa komið til kasta nefndarinnar enda þótt þingskaparlög virðast kveða á um það. Alþingi Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Styr hefur staðið hérlendis um stríðsreksturinn í Írak og sérstaklega um þátt Íslands í honum. Andstæðingum stríðsins gremst að Ísland sé á lista hinna svonefndru staðföstu þjóða og gagnrýna hvernig um málið var fjallað á Alþingi. Stuðningsmenn innrásarinnar telja aftur á móti að ekkert hafi verið athugavert við meðferð málsins, rétt hafi verið að ráðast inn í landið og ekki sé hægt að taka landið af listanum. Í margra huga er hins vegar óljóst hvað felist í að vera á listanum margumrædda og hver eðlileg málsmeðferð hefði átt að vera. Móralskur stuðningur Fjörtíu og þrjú lönd eru á listanum yfir hinar staðföstu þjóðir og samkvæmt upplýsingum bandaríska varnarmálaráðuneytisins eiga þær sameiginlegt að hafa boðið Bandaríkjamönnum fram margvíslegan stuðning við innrásina í Írak og eru reiðubúnar til að lýsa þessu yfir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var gestur Kastljóss Sjónvarpsins í fyrrakvöld og þar lýsti hann nánar í hverju stuðningur Íslendinga hefði falist. "Við vorum beðnir af þrennt af Bandaríkjamönnum og Bretum: Að styðja ásamt okkar bandamönnum að Saddam yrði komið frá á grundvelli ályktunar Öryggisráðsins 1441, að þeir fengju afnot af Keflavíkurflugvelli í þessu samhengi og að við værum reiðubúnir til að lýsa stuðningi við uppbyggingu í Írak ef til þessarar innrásar kæmi," sagði hann. Orð Halldórs ríma við það sem stendur á vefsíðu bandaríska varnarmálaráðuneytisins þannig að skilningur ríkisstjórnanna á skuldbindingum Íslendinga er sá sami, fyrst og fremst móralskur stuðningur auk afnota af Keflavíkurflugvelli. Þar segir meðal annars að Bandaríkin óttist um öryggi Íslands vegna yfirvofandi hryðjuverka og þau trúi því "að stuðningur þessa litla lands skipti máli." Til viðbótar þeim stuðningi sem Halldór nefndi í Kastljósinu er kveðið á um að bandarískum herflugvélum sé heimilt að fljúga í gegnum íslenska flugumferðarsvæðið. Þetta virðist felast í veru okkar á listanum yfir staðföstu þjóðirnar. Halldór og Davíð ábyrgir Engum blöðum er um að fletta að ákvörðunin um að skrá Ísland á téðan lista var tekin af þeim Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni. Hins vegar greinir menn á um hvort umfjöllun Alþingis um málið hefði verið nægileg eða hvort þingið, nefndir þess eða þingflokkar stjórnarinnar hefðu átt að hafa meira um það að segja. Halldór Ásgrímsson kvað skýrt að orði í Kastljósinu í gær þegar hann var spurður um þetta. "Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál var margrætt á Alþingi, það var rætt í utanríkismálanefnd, það var rætt í þinginu en að lokum voru það að sjálfsögðu utanríkisráðherra og forsætisráðherra sem gerðu tillögu í þessum efnum." Hins vegar bætti hann því við að engin formleg ákvörðun hefði verið tekin um innrásina í ríkisstjórn þar sem Ísland væri ekki beinn aðili að henni. "Þetta er allt öðruvísi mál en þegar var farið inn í Bosníu eða Kosovo. Þá bárum við ábyrgð á því máli sem aðilar að Atlantshafsbandalaginu." Írak rætt á Alþingi En hversu mikið var um Íraksmálið fjallað á Alþingi? Ef flett er í ræðum alþingismanna síðustu mánuðina fyrir innrásina í mars 2003 kemur í ljós að málið var oft á dagskránni þingsins. Það vekur hins vegar athygli að í flestum tilvikum var ástandið í Írak rætt að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, ýmist í utandagskrárumræðum og óundirbúnum fyrirspurnum. Jafnframt kemur fljótlega í ljós þegar ræðurnar eru skoðaðar að ráðherrar ríkisstjórnarinnar lögðu áherslu á friðsamlega lausn með milligöngu Sameinuðu þjóðanna alveg þangað til tæpum mánuði fyrir innrásina. "Enginn vafi má leika á því að nokkur gereyðingarvopn sé lengur að finna í Írak," sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, í skýrslu sinni þann 27. febrúar. Mánuði fyrr lét hann eftirfarandi ummæli falla í óundirbúnum fyrirspurnum. "Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar öryggisráðsins á nýjan leik, það höfum við margsagt. En ég held að allir geti verið sammála um það að ef þessi maður býr yfir gjöreyðingarvopnum með þeim afleiðingum sem það gæti haft í för með sér, þá stendur alþjóðasamfélagið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu [...] Hins vegar ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Utanríkismálanefnd átti að fjalla um málið Stjórnarskráin veitir ráðherrum nokkuð rúmar heimildir til að fara með framkvæmdavaldið sem forsetinn felur þeim. Hins vegar er ekkert rætt þar um hvernig fjalla eigi um stríð og mögulega þátttöku landsins í því. Sigurður Líndal, prófessor í lögum, segir að það helgist að líkindum af því að framan af hefðum við talið okkur hlutlausa þjóð og því var þessi möguleiki ekki fyrir hendi í stjórnarskránni. Hann bendir hins vegar á að í þingskaparlögum segi að utanríkismálanefnd eigi að vera Alþingi til ráðuneytis um meiriháttar mál og slík mál eigi jafnan að bera upp við hana af stjórninni. Íraksmálið telst vart til minniháttar mála. Sigríður Anna Þórðardóttir, þáverandi formaður utanríkismálanefndar, sagðist ekki vilja tjá sig um meðferð nefndarinnar um Írak þar sem það tilheyrði liðinni tíð. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, viðurkennir að Írak hefði oft borið á góma mánuðina fyrir innrásina. "Það var hins vegar aldrei rædd sú ákvörðun að setja Ísland á þennan lista og lýsa yfir stuðningi við stríð án undangengis samþykkis Öryggisráðsins heldur þvert á móti hið gagnstæða. Sú ákvörðun að setja okkur á þennan lista var aldrei rædd sem slík í utanríkismálanefnd fyrr en allt var um garð gengið. Það er ósvífið að reyna að halda öðru fram," sagði hann í samtali við blaðið. Stuðningur Íslands við innrásina virðist þannig ekki hafa komið til kasta nefndarinnar enda þótt þingskaparlög virðast kveða á um það.
Alþingi Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira