Viðskipti innlent

Frekari aðhaldsaðgerðir mögulegar

Seðlabankinn útilokar ekki enn frekari aðhaldsaðgerðir í peningamálum á næstu mánuðum til að hemja verðbólguna. Með stýrivaxtahækkun sem bankinn boðaði í gær hafa þeir hækkað um tæp þrjú prósentustig síðan í maí. Talsmenn bankans segja að þótt ýmsar greinar atvinnulífsins og heimilin í landinu kunni að finna fyrir þessum aðgerðum, þá séu þær sársaukaminni en áhrif yrðu af mikilli verðbólgu. Jafnframt bendir Seðlabankinn á að stjórnvöld hafi ákveðið skattalækkun án þess að skilgreina hvar eigi að skera niður á móti og því séu líkur á að aðhald stjórnvalda verði ófullnægjandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×