Hátt í 20 þúsund borgarar látnir

1237 bandarískir hermenn hafa látist í Írak síðan stríðið þar hófst í mars á síðasta ári, þar af 1098 síðan George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stríðinu væri „að mestu leyti“ lokið þann 1. maí í fyrra. Nákvæmar tölur yfir fall írakskra borgara liggur ekki fyrir en áætlað er að þeir séu á bilinu 14.500-18.000 að sögn Reuters-fréttastofunnar. 140 hermenn annarrar þjóðar hafa jafnframt fallið í Íraksstríðinu, þar af 107 síðan Bush lét ummælin falla.