80 uppreisnarmenn handsamaðir

Hundruð breskra hermanna réðust á bækisstöðvar meintra stuðningsmanna Saddams Hússeins nærri Bagdad í Írak í morgun en hersveitir hafa undanfarna daga reynt að knésetja uppreisnarmenn suður af höfuðborginni. Áttatíu Írakar voru handsamaðir og hald lagt á tæki sem talin eru vera til sprengjugerðar.