Uppsagnir kennara 16. nóvember 2004 00:01 Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. Þeir haldi uppsögnunum til streitu náist ekki samkomulag um viðunandi laun. Victor Örn Victorsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, er sannfærður um að lág laun kennara verði landsbyggðinni blóðtaka: "Ég er klár á því að landsbyggðin á eftir að fara miklu verr út úr málunum en Reykjavíkursvæðið vegna þess að það er miklu verra að fá kennara út á land heldur en að ráða í Reykjavík." Victor segir fórnir kennaranna sem segja upp úti á landi meiri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu: "Þeir hverfa ekki svo auðveldlega að annarri vinnu. Hér hafa kennararnir sagt upp með tárin í augunum," segir Victor. Allir kennararnir fyrir utan einn eigi húsnæði á staðnum. Þau séu ekki auðseljanleg. Kennararnir hafi þegar hafið leit að öðrum störfum. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, segir starfsfólkið mjög ósátt. Það komi fram í uppsögnunum. Reiðin sé mikil, þá sérstaklega með hvernig staðið var að lagasetningu stjórnvalda á deiluna. Þórhildur segir að hverfi kennararnir frá störfum séu engar líkur á að nýir kennarar fáist til starfa. Leiðbeinendur tækju við kennslu nemendanna. Hún gæti ekki sætt sig við það og myndi þá einnig hverfa á braut. Óánægja kennara er víða um land. Skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við sögðu kennarana íhuga sína stöðu. Þeir útilokuðu ekki uppsagnir kennara. Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi, segir óvissuna kennurum erfið. Fundað hafi verið um líðan fólks. Það sé slegið. Uppsagnir kennara taka gildi 1. desember. Þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Vinnuveitendur geta einnig framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði. Uppsagnirnar gætu því orðið í lok júní. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. Þeir haldi uppsögnunum til streitu náist ekki samkomulag um viðunandi laun. Victor Örn Victorsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, er sannfærður um að lág laun kennara verði landsbyggðinni blóðtaka: "Ég er klár á því að landsbyggðin á eftir að fara miklu verr út úr málunum en Reykjavíkursvæðið vegna þess að það er miklu verra að fá kennara út á land heldur en að ráða í Reykjavík." Victor segir fórnir kennaranna sem segja upp úti á landi meiri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu: "Þeir hverfa ekki svo auðveldlega að annarri vinnu. Hér hafa kennararnir sagt upp með tárin í augunum," segir Victor. Allir kennararnir fyrir utan einn eigi húsnæði á staðnum. Þau séu ekki auðseljanleg. Kennararnir hafi þegar hafið leit að öðrum störfum. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, segir starfsfólkið mjög ósátt. Það komi fram í uppsögnunum. Reiðin sé mikil, þá sérstaklega með hvernig staðið var að lagasetningu stjórnvalda á deiluna. Þórhildur segir að hverfi kennararnir frá störfum séu engar líkur á að nýir kennarar fáist til starfa. Leiðbeinendur tækju við kennslu nemendanna. Hún gæti ekki sætt sig við það og myndi þá einnig hverfa á braut. Óánægja kennara er víða um land. Skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við sögðu kennarana íhuga sína stöðu. Þeir útilokuðu ekki uppsagnir kennara. Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi, segir óvissuna kennurum erfið. Fundað hafi verið um líðan fólks. Það sé slegið. Uppsagnir kennara taka gildi 1. desember. Þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Vinnuveitendur geta einnig framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði. Uppsagnirnar gætu því orðið í lok júní.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira