Uppsagnir kennara 16. nóvember 2004 00:01 Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. Þeir haldi uppsögnunum til streitu náist ekki samkomulag um viðunandi laun. Victor Örn Victorsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, er sannfærður um að lág laun kennara verði landsbyggðinni blóðtaka: "Ég er klár á því að landsbyggðin á eftir að fara miklu verr út úr málunum en Reykjavíkursvæðið vegna þess að það er miklu verra að fá kennara út á land heldur en að ráða í Reykjavík." Victor segir fórnir kennaranna sem segja upp úti á landi meiri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu: "Þeir hverfa ekki svo auðveldlega að annarri vinnu. Hér hafa kennararnir sagt upp með tárin í augunum," segir Victor. Allir kennararnir fyrir utan einn eigi húsnæði á staðnum. Þau séu ekki auðseljanleg. Kennararnir hafi þegar hafið leit að öðrum störfum. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, segir starfsfólkið mjög ósátt. Það komi fram í uppsögnunum. Reiðin sé mikil, þá sérstaklega með hvernig staðið var að lagasetningu stjórnvalda á deiluna. Þórhildur segir að hverfi kennararnir frá störfum séu engar líkur á að nýir kennarar fáist til starfa. Leiðbeinendur tækju við kennslu nemendanna. Hún gæti ekki sætt sig við það og myndi þá einnig hverfa á braut. Óánægja kennara er víða um land. Skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við sögðu kennarana íhuga sína stöðu. Þeir útilokuðu ekki uppsagnir kennara. Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi, segir óvissuna kennurum erfið. Fundað hafi verið um líðan fólks. Það sé slegið. Uppsagnir kennara taka gildi 1. desember. Þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Vinnuveitendur geta einnig framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði. Uppsagnirnar gætu því orðið í lok júní. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. Þeir haldi uppsögnunum til streitu náist ekki samkomulag um viðunandi laun. Victor Örn Victorsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, er sannfærður um að lág laun kennara verði landsbyggðinni blóðtaka: "Ég er klár á því að landsbyggðin á eftir að fara miklu verr út úr málunum en Reykjavíkursvæðið vegna þess að það er miklu verra að fá kennara út á land heldur en að ráða í Reykjavík." Victor segir fórnir kennaranna sem segja upp úti á landi meiri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu: "Þeir hverfa ekki svo auðveldlega að annarri vinnu. Hér hafa kennararnir sagt upp með tárin í augunum," segir Victor. Allir kennararnir fyrir utan einn eigi húsnæði á staðnum. Þau séu ekki auðseljanleg. Kennararnir hafi þegar hafið leit að öðrum störfum. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, segir starfsfólkið mjög ósátt. Það komi fram í uppsögnunum. Reiðin sé mikil, þá sérstaklega með hvernig staðið var að lagasetningu stjórnvalda á deiluna. Þórhildur segir að hverfi kennararnir frá störfum séu engar líkur á að nýir kennarar fáist til starfa. Leiðbeinendur tækju við kennslu nemendanna. Hún gæti ekki sætt sig við það og myndi þá einnig hverfa á braut. Óánægja kennara er víða um land. Skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við sögðu kennarana íhuga sína stöðu. Þeir útilokuðu ekki uppsagnir kennara. Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi, segir óvissuna kennurum erfið. Fundað hafi verið um líðan fólks. Það sé slegið. Uppsagnir kennara taka gildi 1. desember. Þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Vinnuveitendur geta einnig framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði. Uppsagnirnar gætu því orðið í lok júní.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði