BHM gagnrýnir upptöku skólagjalda 5. nóvember 2004 00:01 Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi" Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi"
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira